Hugur - 01.01.1988, Síða 111
HUGUR
NELSON GOODMAN
í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um almennari spumingu í
stað hinna þrengri viðfangsefna sem ég hef þegar drepið á. Ég
var að benda á hættuna á að rugla ákveðnum sérkennum á
umtali saman við sérkenni á heiminum. Þetta er efni sem mér
er hugleikið, en jafnvel það er ekki aðalefni mitt hér. Það sem
mig langar til að ræða er óþægileg tilfinning sem kemur yfir
mig í hvert sinn sem ég vara við ruglandinni sem um ræðir. Ég
heyri skynsemishatarann og dulspekinginn - minn erkióvin -
segja eitthvað þessu líkt: „Já, þetta er einmitt það sem ég hef
verið að segja þér allan tímann. Allar ykkar lýsingar em grát-
broslegar afskræmingar. Vísindi, tungumál, skynjun, heim-
speki - ekkert af þessu getur nokkum tíma verið fyllilega trútt
heiminum eins og hann er. Allt er þetta einhvers konar sér-
tekning eða tilbúningur og alls staðar er heimurinn skoðaður
með sólgleraugum hugar, hugtaka, skilningarvita og tungu-
máls; og allir þessir miðlar og síur afbaka heiminn með ein-
hverjum hætti. Það er ekki bara að hver þeirra segi aðeins hluta
sannleikans, heldur að með hverri þeirra kemur til sögunnar
sérstök afskræming.Við náum aldrei - ekki einu sinni á parti -
að gefa mynd af heiminum sem er raunverulega trú því hvem-
ig hann er.“
Hér talar bergsonsinninn4, talsmaður óskýrleikans, og er að
því er virðist að endurtaka mín eigin orð og nánast að spyrja:
„Hver er munurinn á okkur? Getum við ekki verið vinir?“ Eg
er ekki tilbúinn til að fallast á að heimspekin krefjist svo
undarlegs bræðralags, fyrr en ég hef gert mitt ítrasta til að
koma orðum að muninum á okkur. En áður en að því kemur
verða ræddar nokkrar skyldar spumingar.
2. Heimurinn eins og hann ergefinn.
Ef til vill getum við varpað nokkru ljósi á það hvemig
heimurinn er með því að huga að því hvemig hann er gefinn
okkur í reynslunni. Um þessar mundir er farið að slá í spum-
inguna um hið gefna (the given). Jafnvel harðir heimspekingar
em famir að blygðast sín dálítið fyrir markleysi deilna sinna
4 Henri Bergson (1859-1941) var franskur heimspekingur sem skrifaði
einkum um frumspeki. Bergson upphóf hlutverk hreins innsæis á
kostnað rökgreiningar sem tækis til að öðlast skilning á veruleikanum.
109