Hugur - 01.01.1988, Síða 115
HUGUR
NELSON GOODMAN
okkar, því miður, eru alin upp við. Afríkumaður eða Japani
mundi kjósa allt aðrar væri hann beðinn að velja þær myndir
sem kæmust næst því að sýna hvað hann sæi.Viðnám okkar við
nýjum og framandi leiðum í málaralist stafar reyndar af
vanalegu viðnámi doðans gegn endurþjálfun; og á hinn bóginn
liggur spennan í því að tileinka sér nýja tækni. Þannig orkaði
uppgötvun afrískrar listar sem vítamínsprauta á franska málara
og opnaði fyrir þeim nýjar leiðir í sjónreynslu og málaralist.
Það sem menn gera sér sjaldnar ljóst er að uppgötvun
evrópskrar listar er af sömu ástæðu spennandi fyrir afrfska
myndskerann; hún opnar honum nýjan sjónreynsluheim og
einnig hann lagar verk sitt eftir því. Til allrar óhamingju leiðir
það næstum alltaf til listrænnar hnignunar þegar Afríkumenn
taka upp evrópskan stíl, þótt það geti oft verið listrænn
ávinningur þegar Evrópumenn tileinka sér afrískan stíl. En
ástæðumar fyrir því em aðrar: Hin fyrri er að í Afríku hefur
samfélagi fólks hnignað samhliða því að evrópsk list er
innleidd. Síðari ástæðan er svolítið forvitnilegri: enda þótt
franski listamaðurinn hafi orðið fyrir áhrifum af blóma
afrískrar listar, var Afríkumaðurinn oftast fóðraður á daga-
talslist og berbossaplakötum. Hefði hann í stað þess séð mótlist
frá fornöld og miðöldum, kynni niðurstaðan að hafa orðið
gjörólík. En þetta er útúrdúr.
Niðurstaðan af öllu þessu er að við læmm ekki mikið um
það hvemig heimurinn er með því að leita að bestu, nákvæm-
ustu eða raunsæjustu myndinni eða ímyndinni af honum. Því
myndimar og ímyndimar em margar og margbreytilegar;
sumar em kröftugar, áhrifaríkar, gagnlegar, forvitnilegar eða
næmar; aðrar em máttlausar, kjánalegar, bragðlausar, hvers-
dagslegar eða þokukenndar. En jafnvel að öllum þeim síðari
frátöldum getur engin hinna gert réttmætt tilkall til að vera
fyrirmynd þess hvemig á að sjá heiminn fyrir sér eða gera
mynd af honum.
4. Heimurinn eins og á að lýsa honum.
Nú má bera fram á kunnuglegan hátt spuminguna um það
hvemig heimurinn er. Hvemig á að lýsa heiminum? Tryggir
113