Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 10
2
BUNAÐARRIT
stríðsárin. En nm nokkrar verulegar umbætur á jörð-
um og húsum var þó ekki að ræða nema hjá einstaka
manni. Framför atvinnulífsins var öll við sjóinn, og
þangað streymdi fólkið, ungir og gamlir.
Þegar hér var ltomið, um og eftir heimsstyrjöldina,
fóru fleiri og fleiri framsýnir stjórnmálamenn að gera
sér ljóst, að við svo húið mátti ekki standa, að nauð-
syn hæri til róttækra aðgerða gagnvart landbúnaðin-
um af hálfu ríkisvaldsins, ef honum ætti ekki að
blæða út. Fyrsti verulegi árangurinn af þessum
straumhvörfum í stjórnmálunum var jarðræktar-
lögin, sem samþykkt voru á alþingi 1923, og upp frá
því rekur hvert nýmælið annað, sem miðar að því
sama, viðreisn og eflingu landlninaðarins. Má þar
nefna: Ræktunarsjóð hinn nýja, Byggingar- og land-
námssjóð og síðan Búnaðarbanka íslands, kæliskip
og frystihús, mjólkurbú, verkfærakaupasjóð, styrk til
áburðarkaupa o. fl. o. fi.
Urðu landbúnaðarmálin á skömmum tíma aðalmál
og þungamiðja stjórnmálabaráttunnar í landinu.
Sá maðurinn, sem öllum fremur setur svip sinn á
þessa umbótabaráttu í málum landbúnaðarins, og
mest kveður þar að á þessu tímabili, er án vafa Tryggvi
heitinn Þórhallsson. Ekkert þeirra mála, er landbún-
aðinn varðaði, lét hann afskiptalaust og barðist þai'
ætíð í broddi fylkingar, sem blaðamaður, þingmaður,
ráðherra og formaður Búnaðarfélags Islands. Saga
Tr. Þ., það sem hún nær, er um leið saga þessarar
baráttu. Sú saga hans varð skemmri en skyldi. Hættu-
legur sjúkdómur, er hafði þjáð hann síðan árið 1927,
um það leyti sem hann tók að sér ráðherrastörf, dró
hann skyndilega til dauða hinn 31. júlí 1935.
Hér verður leitazt við að segja nokkuð frá helztu
atriðum úr æfi hans, eftir því sem rúm leyfir.
Tryggvi Þórhallsson fæddist í Reykjavík hinn 9.
febrúar 1889. Foreldrar hans voru Þórhallur hiskup