Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 12
4
BÚNAÐARRIT
bústörfum, er fyrir komu, en á vetrum stundaði hann
skólanárn sitt, og héldust þannig i hendur störf og
nám til fullorðins ára. Fékk hann hið ákjósanlegasta
uppeldi, er varð grundvöllur að lífi hans og framtíð.
Ástin á landbúnaðinum, virðingin fyrir honum og
trúin á hann rann honum í merg og bein. Þvi að auk
hinar miklu þátttöku í búskapnum var Þórhallur
faðir hans, sem kunnugt er, hinn mesti áhugamaður
um landhúnaðarmál og frömuður í félagsmálum
hænda. Þannig var hann um 6 ára bil forseti Búnaðar-
félags íslands, auk þess um skeið formaður hins is-
lenzka garðyrkjufélags, í stjórn jarðræktarfélags
Reykjavíkur, húnaðarþingsfulltrúi o. fl. Einnig beitti
hann sér mjög fyrir mál landbúnaðarins á alþingi og
allskonar fræðslustarfsemi fyrir bændur í ræðu og
riti. Var ekki laust. við, að ýmsuin þætti þessi þáttur
í störfum hans fulláberandi skyggja á störf hans í
þágu kirkjunnar, ekki sízt el'tir að hann varð biskup.
Voru búnar til um þetta ýmsar kímnisögur og gaman-
yrði. En þessi mikli áhugi hans á og starfsemi fyrir
landbúnaðinn hefir án vafa hal't mikil og djúptæk
áhrif á son hans, eins og síðar kom fram.
Þrettán ára gamall l'er Tryggvi í latínuskólann og
lýkur þaðan stúdentsprófi 19 ára gamall árið 1908
með fyrstu einkunn. Árið eftir dvelst hann í Kaup-
mannahafnarhásköla og tekur þar heimspekipróf. Því
næst kemur hann heim aftur og les guðfræði í Há-
skóla íslands næstu ár.
Á námsárum hans fer yfir landið sterk þjóðleg fé-
lagshreyfing meðal æslcumanna landsins, þ. e. ung-
mennafélagshreyfingin. Tryggvi varð sem margir
menn á hans reki snortinn af henni, og gerðist um
tíma einn af ötulustu starfsmönnum hennar. Var
hann m. a. formaður Ungmennafélags Reykjavíkur,
er á þeim árum var stærsta og þróttmesta ungmenna-
lelag landsins, og starfaði þar með lífi og sál. Komu