Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 14
B Ú N A Ð A R R 1 T
(5
guðfræði í háskólanum og fluttist alfarinn til
Reykjavíkur. Mun hann nú hafa hugsað sér að helga
sig guðfræðikennslu og fræðaiðkunum, enda var hann
al' kunnugum talinn gæddur afburðakennarahæfileik-
um, og áhugi hans á sögu- og ættfræðirannsóknum
var alkunnur. Er það litlum vafa undirorpið, að hann
myndi hafa leyst af hendi afrek i þeim greinum, ef
hann hefði átt þess kost að beina sinni miklu starfs-
orku og hæfileikum þangað, á meðan líf entist. —
En það átti ekki fyrir honum að liggja. Kennara-
starfið í háskólanum var öðrum veitt til framhúðar,
sem lcunnugt er, síðar á árinu 1917. I>essir atburðir
urðu síðan afdrifamiklir um starf hans og framtíð
það sem eftir var lífsins, og nú hyrjar fyrir alvöru
æfistarf það, sem fyrir stuttu lauk svo skyndilega, en
um hríð gerði hann valdamesta mann þjóðarinn-
ar og halda mun uppi nafni hans um aldir. — Þetta
starf var stjórnmálaharáttan, sem að vísu ætíð
hafði verið ofarlega i huga hans, þó að kennimanns-
starfið væri honum fyrirhugað. Og ég tel vafasamt,
að hann hefði getað látið stjórnmálaólgu þá, sem á
næstu árum gekk um landið, fara með öllu fram hjá
sér, þó að annað hefði orðið aðalstarf hans, fremur
en að hann gat skilið til fulls við fræðiiðkanir sínar í
stjórnmálaannríkinu. En stjórnmálastarfsemi hans
hefði þá lilotið að verða l'remur aukastarf og áhrifa-
minna.
Eftir lát föður síns fluttist Tryggvi til Reykjavílc-
ur með fjölskyldu sína og settist að á föðurleifð sinni,
Laufási. Var liann þá, eins og fyrr er sagt, settur kenn-
ari i háskólanum og mun hafa gert sér vonir um að
fá veitingu fyrir því starli. Hafði hann því látið af
hendi jörð og hú og var orðinn alhuga prejstskapnum
á Hesti, þegar úrslitin um embættisveitinguna urðu
kunn seinni hluta sumars 1917. Bauðst honum nú
að taka að sér ritstjórn hlaðsins Tímans, sem Fram-