Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 15
B Ú N A Ð A R R I T
7
sóknarfl. þá var fyrir nokkru byrjaður að gefa út, og
tók hann við því starfi síðari hluta ársins 1917. Kast-
aði hann sér út í stjórnmálabaráttuna fullur eldmóði
og baráttugleði, og varð Tíminn fljótlega undir stjórn
hans eitt áhrifamesta stjórnmálablað, sem nokkru
sinni hefir verið gefið út á Islandi.
Ritstjóri Tímans var hann um 10 ára skeið, eða til
ársins 1927, er hann myndaði sitt fyrsta ráðuneyti.
Tryggva hafði eins og fyrr er sagt verið í blóðið borin
ástin á landbúnaðinum og trúin á hann. Og þó að
búskapur hans á Hesti væri ekki lengri en þetta, mun
hann hafa verið honum hollur undirbúningur undir
starf sitt. Hann hafði þar tekið þátt í starfi sveita-
bænda og kynnzt því af eigin raun. Hann gerði sjálf-
ur umbætur á ábúðarjörð sinni og fann hvert gildi
það hafði og til gleðinnar við starfið.
Sá er þetta ritar heimsótti hann einu sinni, er verið
var að Ijúka þar við allmikið mannvirki. Hann gat
ekki orða bundizt um það, hver ánægja því væri sam-
fara að geta bætt ábýli sitt og lagað til hjá sér, og vék
hann að því aftur og aftur. Fann ég þá glögglega, að
bóndinn og umbótamaðurinn var öllu ofar í huga hans.
Það voru líka mál bændanna, sem hann lét langsam-
lega mest til sín taka, ræktunarmálin, verzlunar- og
samvinnumálin, lánastarfsemi landbúnaðarins o. 11.
o. II. Hann fylgdist með frá upphafi og studdi af alcfli
undirbúning og lagasetningu jarðræktarlaganna frá
1923. Hann ræddi um nauðsyn á stuðningi við bænd-
ur um innl'lutning áburðar; sömuleiðis bættum lána-
kjörum og auknu fjármagni til landbúnaðarins, bætt-
um mörkuðum og hækkuðu verði á afurðum með
nýjum verkunaraðferðum, svo sem frystingu kjöts.
Barðist hann því fyrir því, að sett væru upp kælihús
og fengin skip.með frystitækjum o. s. frv. o. s. frv.
Og öll var þessi barátta hans borin uppi af þeirri
bjartsýni á íslenzkan landbúnað og trú á bændastétt-