Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 16
8
B Ú N A Ð A R R IT
inni, er gerði honum baráttu sína einskonar heilagt
stríð. Árið 1923 býður hann sig í fyrsta skipti fram til
þings í Strandasýslu, og náði þar þegar kosningu.
Byrjar þar með þingmennskuferill hans, sem í heild
sinni er mjög svipaður blaðamennskunni. Það eru
sömu málin sem hann beitir sér fyrir og hann áður
hafði barizt fyrir í blaði sínu. Á fyrsta þingi sínu
kemur hann fram l'rumvarpi um lánadeild landbún-
aðarins í Landsbanka íslands. Upp úr því róti, sem
þá koinst á málið, kom svo Ræktunarsjóður hinn nýi
á næstu árum. Þá tekur hann upp áburðarmálið, með
frumv. um ríkiseinkasölu og styrk til áburðarflutn-
ings. Frumv. þetta varð þó ekki að lögum að sinni.
Strax á þessu kjörtímabili gerðist hann oddviti flokks
síns i sinni þingdeild. Honum var þar farin forusta í
málum og mörg ábyrgðarstörf. Var hann kosinn í inilli-
þinganefndina í kæliskipsmálinu, gengisnefnd, endur-
skoðandi Landsbankans o. fl. Árið 1927 nær hann
endurkosningu í Strandasýslu. Og þá uin sumarið
myndar hann sína fyrstu stjórn fyrir Framsóknar-
flokkinn, með stuðningi (eða hlutleysi) Alþýðuflokks-
ins, sem þá hafði fengið fjóra fulltrúa inn á þingið.
Hætti hann nú ritstjórn Tímans fyrir fullt og allt
eftir tíu ára skeið, eins og fyrr er sagt. En þá um sum-
arið, rctt eftir kosningarnar, veiktist hann í fyrsta
sinni af garnahlæðingu, sjúkdómi þeiin hinuin þrá-
láta, er að lokum dró hann til dauða. Hafði hann þá
um vorið lagt mjög að sér í kosningabaráttunni og
íii. a. farið langar og erfiðar ferðir á hestbaki bæði um
kjördæmi sitt og víðar. Lá hann nú rúmfastur nokkr-
ar vikur og var nýstaðinn upp úr þeirri legu, er hon-
um var falin stjórnarforusta hinnar nýju stjórnar í
ágústmánuði 1927. Því starfi gegndi hann uin hart
nær fimm ár samfleytt, eða þar til í júnímánuði 1932,
en á þessu tímabili urðu þrisvar ráðherraskifti í ráðu-
neyti hans. Fyrri hluta þessa tímabils var árgæzka i