Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 17
B Ú N A Ð A R RI T
9
landinu, árferði gott til lands og sjávar og verzlun
hagstæð. Óx nú bjartsýni hans og stórhugur, og vildi
hann nú íreista að rétta hluta landbúnaðarins, er svo
lengi hafði legið eftir. Rak nú hvert stórinálið annað.
Frá þessum árum stafa og, aðallega fyrir forgöngu Tr.
Þórhallssonar, lög um áburðarverzlun ríkisins, ásamt
flutningastyrk á áburðinum til landsins. Búfjárrækt-
arlögin með lögbundinn styrk til búfjárræktar, lögin
uin Búnaðarbanka Islands, þar sem sameinað var í
eitt Ræktunarsjóður og Byggingar- og landnámssjóður
og bætt við nýjum deildum. Endurskoðun jarðræktar-
laganna, þar sem m. a. var bætt inn í þau ákvæðum um
verkfærakaupasjóð. Endurskoðuð laxveiðalöggjöfin,
aukinn styrkur við fiskiræktun og hafin endurskoðun
á ábúðarlöggjöfinni. Þá var og veitt stórfé til frysti-
liúsa fyrir kjöt á útflutningshöfnum og ákveðinn
styrkur til að reisa mjólkurbú í landinu, og voru á
þeim árum hafin flest þau hú, sem enn eru til í land-
inu. Þá gleymdust ekki heldur samgöngumál land-
búnaðarins, þvi að á þessum árum voru vega- og brúa-
gerðir og símaiagningar um byggðir landsins margfalt
meiri en dæmi voru til áður um jafnlangt tímabil.
Fjölda annara framfara- og menningarmála mætti
telja, er hafin voru og komið til framkvæmda á þessu
timabili, en út í það skal ekki farið hér. Það leggst
sjálfkrafa á herðar hverjum þeim manni, er tekur að
sér stjórnarstörf lands síns, og þá ekki sízt stjórnarfor-
mannsins, að sinna hverju því máli, er úrslita þarfn-
ast með þingi og þjóð. Og Tryggvi kvartaði oft und-
an því, hve hann, sem hel'ði lagt út í stjórnmálabar-
áttuna fyrst og fremst vegna landbúnaðarins og nauð-
synjamála hans, yrði að verja miklu af tíma sínum og
kröftum til annara mála, er voru honum fjarlægari,
en þó varð að leysa, því að landbúnaðurinn var alla
hans stjórnartíð aðaláhugamál hans. Þetta kom máske
hvað skýrast fram í störl'um hans fyrir Búnaðarfélag