Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 18
10
B Ú N A Ð A R R I T
íslands. Eftir að hann hóf stjórnmálastarfsemi sína
byrjaði hann fljótlega að láta mál Búnaðarfélagsins
til sín taka. Á búnaðarþing var hann kosinn á aðal-
fundi 1919 og átti þar sæti til 1927. Formaður félags-
ins var hann fyrst kosinn 1925 og síðan ætíð endur-
kosinn, þannig að hann gegndi því starfi til dauða-
dags. Þegar hann varð forsætisráðherra 1927, hjugg-
ust margir við því, að hann legði það starf niður, enda
virtist svo, að hann hefði i nóg að horfa. Hann varð
líka fyrir nokkru aðkasti frá andstæðingunum fyrir
að halda áfram formannsstarfi í félagi einnar stéttar
eftir að hann var orðinn æðsti embættismaður þjóð-
arinnar. En hann var þá þegar orðinn svo samgróinn
Búnaðarfélagi íslands, starfi þess og áhugamálum, að
hann gat ekki hugsað til að slíta þau tengsl, er félag-
ið var orðið honum við bændastéttina, þó að honum
væri fengið stærra starfsvið og margþættara. Á stjórn-
arárum hans efldist og félagið mjög að fjárráðum,
skipulagi og áhugavaldi á mál landbúnaðarins. Við
endurskoðun jarðræktarlaganna 1928 var sett inn í
lögin það ákvæði, að allir, er styrks nytu samkv. lög-
unum, skyldu vera meðlimir hreppahúnaðarfélags
sveitar sinnar. Á þennan hátt var félögunum tryggður
meginþorri bændanna sem félagsmenn, og var þar með
fenginn grundvöllurinn, sem ekki var til áður, fyrir
Búnaðarfél. ísl. til að hyggja sitt nýja skipulag á, þ. e.
sem félagsbundnir bændur í landinu eða búnaðarfélög
sveitanna. Starfsfé Búnaðarfélags íslands var aukið
á þessu timabili. Og að síðustu má nefna það, að hann
fékk áhrif félagsins ofin inn í nær alla þá marghátt-
uðu landlninaðarlöggjöf, sem samþykkt var á þessum
árum, og var því veitt meiri og minni íhlutun um
stjórn þeirra mála eða þau voru falin framkvæmd þess
til fulls, eins og t. d. búfjárræktarlögin o. fl.
Hann vildi gera félagið að sterkpm tcngilið hinna
dreifðu starfandi bænda um land allt, er gæti orðið