Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 20
12
BUNAÐARRIT
og jarðabætur— bæði eigið fé og lánsfé —, komust þeir
almennt í þrot með að láta búin standa undir afborg-
un lána og öðrum árlegum greiðslum. Árið 1932 var
svo skipuð nefnd til að athuga fjárhagsástæður
bænda og leita úrræða til bjargar. Var Tryggvi for-
maður þeirrar nefndar og vann ötullega að rann-
sóknum og undirbúningi vegna kreppulöggjafarinn-
ar og einnig að sjálfri lagasetningunni á AlJiingi.
Hann var og síðan formaður nefndar þeirrar, er hafði
með höndum lánaveitingar og skuldaskil í sambandi
við þær. Var það mikið starf, vandasamt og erfitt.
En allir, sein kynntust vinnubrögðuin hans þar, dást
að hinum kappsamlegu aðförum, festu og þó samn-
ingalipurð, er hann sýndi við að greiða fram úr þeim
mörgu og flóknu vandamálum, er þar heimtuðu úr-
lausn. Var starfi því langt komið er hann féll frá.
Tr. I>. var alla sína þingmannstíð fulltrúi Stranda-
manna. Síðast var hann kosinn á þing 1933, og var
þá sjálfkjörinn.
Á þinginu 1933 varð hann ósáttur við meiri hluta
flokks síns, út af tillögum um myndun nýrrar stjórn-
ar o. fl., og stofnaði hann þá nýjan flokk — Bænda-
flokkinn — ásamt nokkrum öðrum þingmönnum og
fleirum. Bauð hann sig fram fyrir hinn nýja flokk i
Strandasýslu við kosningarnar 1934. En hann náði
þá ekki kosningu, og dró sig nú að mestu út úr stjórn-
málunum.
Nokkru fyrir kosningarnar 1934 sagði hann við
þann, er þetta ritar, á þessa leið: Ég mundi persónu-
lega einskis óska fremur en að mega draga mig til
fulls út úr stjórnmálum og gefa mig óskiptan að
starfi mínu við Búnaðarbankann og Búnaðarfélag
íslands, á meðan enn cr þess óskað — og fá svo að
nota tómstundirnar við mitt fræðagrúsk (ættfræði og
sögurannsóknir). En ég tel mig ekki hafa rétt til að
„úrskurða mig úr Ieik“. Það verða kjósendur minir