Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 21
B Ú N A Ð A R R I T
13
að gera, sem hafa falið mér umboð sitt til þess, ef
þeim sýnist svo. Og þeirra dómi mun ég rólegur hlíta,
á hvern veg sem hann verður. —-
Og það gerði hann líka. Enginn mun hafa heyrt
æðruorð eða þykkju af vörum hans við hin síðustu
kosningaúrslit. Hann óskaði andstæðingnum til ham-
ingju með sigurinn og gekk „úr leik“ eins og góðum
dreng og göfugum sómdi.
Tr. Þ. kvongaðist, eins og fyrr er sagt, Önnu Klem-
ensdóttur, hinni ágætustu konu, er nú lifir mann
sinn. Varð þeim hjónum sjö barna auðið, og eru þau
öll á lifi. Synirnir eru fjórir: Klemens, er les hag-
fræði í Kaupmannahafnarháskóla, Þórhallur starfs-
maður í Búnaðarbankanum, Agnar, við nám i hinum
almenna menntaskóla, og Björn innan við fermingu.
Dætur eru: Valgerður, uppkomin, Þorhjörg, nýfermd,
og Anna Guðrún, yngst systkinanna.
Heimili og heimilislíf þeirra hjóna var framúrskar-
andi ánægjulegt, enda var Tr. með afbrigðum góður
heimilisfaðir — og þau hjón mjög samrýmd. Þar
kastaði hann af sér oki dagsins og safnaði kröftum
undir baráttuna, er oftast stóð um hann allgustmikil.
Og venjulegast var heimilið honum öruggur griða-
staður. Var oftast svo, er mest á mæddi og öldurnar
risu hvað hæst í stjórnmálabaráttunni, sem liann
kæmi í örugga höfn, er hann var kominn heim til
konu og barna. Þá scttist hann við hljóðfærið, spil-
aði og söng undir, gleðisöngva og gamankvæði, og
skuggarnir flýðu einn af öðrum, unz allt varð bjart
og hlýtt. Æði var gestkvæmt á þeirra stóra heimili,
ekki sízt á stjórnarárum hans. Einkum var honum
ánægja að því að ná heim til sín samherjunum utan
ai' landi og ræða við þá mál sveitanna. Hann var ó-
venju elskulegur heim að sækja, hlýr og glaður, ræð-
inn og skemintilegur. Hafði hann þá fornar sagnir
og hnyttiyrði á reiðum höndum. Hann var alla æfi