Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 28
18
BÚNAÐARRIT
Árið 1886. I. árg. 1887, hls. 169—184. Annáll um
tíðarfar og árferði að því er afkornu landbúnaðarins
snertir, ásamt ýmsum skýrslum er það áhrærir.
Niðurstiða. I. árg. 1887, bls. 185—188. Leiðbeiningar
i'yrir húsmæður um að sjóða niður kjöt og fisk og
geta á þann hátt haft nýmeti á flestuin tímum árs.
Athugascmdir um heimilisstjórn, vinnumennsku og
lausamennsku. II. árg. 1888, bls. 62—95. Ræðir höf-
undur þar ýmislegt, sem hann telur að áfátt sé um
stjórn og reglusemi á heimilum. í því sambandi ræðir
hann um kaupgjald karla og kvenna og telur hann að
kvenfólk hafi hlutfallslega miklu lægra kaup en því
beri. Þá vill hann leyfa lausamennsku, en hún var
bönnuð þá, sainkvæmt lausamennslulögunum frá 26.
maí 1863. Ritgerð þessi er mjög vel skrifuð og athyglis-
verð. Þar er haldið frain skoðunum, sem þá þóttu
fara mjög í bága við ríkjandi vcnjur, en sem nokkru
síðar náðu fram að ganga. Sýnir þetta frjálslyndi og
víðsýni höfundar.
Yfirlit gfir búnaðarástandið i Barðastrandarsýslu.
II. árg. 1888, bls. 153—195. Smnarið 1887 ferðaðist
H. J. um Barðastrandarsýslu að tilhlutun amtmanns-
ins í Suður- og Vesturamtinu. Er i ritgerð þessari
mjög glögg lýsing af öllum hreppum sýslunnar, á-
samt ýmsum tillögum um umbætur í búskaparhátt-
um að því er snertir jarðabætur, garðrælct og lniji^n-
ingsrækt. Ber þessi ritgerð glögg vitni um hina iniklu
athyglisgáfu Hermanns Jónassonar og glöggskvggni
um allt það, er lninað snertir.
Árið 1887. II. árg. 1888, bls. 196—218. Árferðis-
annáll ásamt nokkrum sltýrslum um starfsemi bún-
aðarfélaga o. fl. Ásamt yfirliti um ritgerðir um búnað,
sem birzt höfðu á árinu i íslenzkum blöðum.
Ágrip af jarðvegsfræði. III.—IV. árg. 1890, bls. 1—
63. Er þar lýst inyndun jarðvegs, eiginleikum og sér-
kennum helztu jarðvegstegunda. Hér hefir að mestu