Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 29
B Ú N A Ð A R lí I T
19
verið stuðzt við erlendar heimildir, enda engar atliug-
anir þá til hér um þetta efni. Eigin athugana Her-
manns Jónassonar gætir þvi minna i þessari ritgerð,
en mörgu öðru, sem hann skrifaði. En ritgerðin er
skýrt og skipulega samin og gefur glöggt yfirlit um
skoðanir erlendra jarðvegsfræðinga þá.
Fácin orö um reikningshald. III.—IV. árg. 1890,
hls. 132—152. Ritgerð þessi er að einhverju leyti
samin í samráði við Einar Ásmundsson í Nesi og
hefir H. J. notað þetta við kennslu í reikningsfærslu
við búnaðarskólann á Hólum. Er þetta nokkurskonar
inngangur að riti um búreikningafærslu. 1 ritgerð
þessari skýrir höfundur tilganginn með því að halda
búreikninga og skýrir helztu lögmál fyrir almennri
reikningsfærslu, og er ákveðið að framhald birtist síð-
ar, og verði þá sjálf búreikningafærslan skýrð nánar.
Árin 1888 og 1889. III. IV. árg. bls. 165—178.
Árferðisannáll að því er landbúnað snertir, ásamt
yfirliti um greinar um landbúnað.
Um hundahald. V. árg. 1891, bls. 41—56. Bendir
höf. á það, að yfirleitt séu hafðir allt of margir hund-
ar hér á landi, en þeir séu allt of illa upp aldir. Er
ritgerð þessi skrifuð vegna andmæla, sem fram komu
gegn almennum hundaskatti, sem lögtekinn var á
Alþingi 1889.
Árið 1890. V. árg. 1891, bls. 100—106. Árferðis-
annáll með líku fyrirkomulagi og að undanförnu.
í VI. árgang hefir Hermann Jónasson ekki sltrifað
annað en árferðisannál um árið 1891, ásamt skýrslu
um greinar um landbúnað, sem birzt höfðu í íslenzk-
um blöðum.
Berið vclvild til skepnanna. VII. árg. 1893, bls. 174
—179. Brýning til allra um að sýna mannúð í allri
umgengni við skepnur hvar og hvenær sem er. Sér-
staklega er þó ráðist á hinar lirottalegu og siðlausu
aðferðir, er þá tíðkuðust við aflífun sauðfjár.