Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 31
B Ú N A 1) A R R IT
21
Búnaðarrits Hermanns Jónassonar skrifar hann miklu
minna, þá eru ýmsir aðrir farnir að rita um búnað-
armál. Það virðist svo, að H. J. hafi leyst þar bundna
krafta, hafi beinlínis með fordæmi sínu komið heil-
um hóp rithöfunda af stað til þess að rita um búnað.
Seinni árin, sem H. J. hafði ineð höndum útgáfu
Búnaðarritsins, er hann farinn að sinna ýmsum um-
svifainiklum störfum öðrum, eins og skólastjórn,
þingmennsku o. f 1., svo að eðlilega hafði hann þess
vegna minni tíma til ritstarfa.
Annað, sem hlýtur að vekja athgli, er það hversu
glöggur H. J. er á að draga fram þá hluti i rit-
gerðum sinum, sem að gagni geta orðið við liin dag-
legu störf. Því hefir oft verið á lofti haldið um ís-
lenzka húfræðinga, að þeim væri gjarnt að flytja er-
lend búvísindi hingað til lands, án þess að samræma
þau við þá breyttu staðhætti, sem hér eru. Þessi
ásökun hefir að niínu áliti oft verið ranglega fram
horin. — Þegar H. J. hóf ritstörf og útgáfu Búnaðar-
ritsins var um engin innlend búvísindi að ræða. Hann
hlaut þess vegna að byggja á erlendum tilraunum og
aðferðum. En H. J. var einmitt snillingur við að nota
erlend húvísindi og reynslu, en þó gróðursetja þau í
islenzlcan jarðveg og breyta á þann hátt, að almenn-
ingi gæti orðið að gagni við hin daglegu störf.
Þegar Búnaðarfélag íslands var stofnað 1899, keypti
það Búnaðarritið al' Hermanni Jónassyni og hefir
gefið það út síðan. Hér skal ekki koinið inn á það,
hvernig Búnaðarfélaginu hafi heppnazt að halda rit-
inu uppi, það verður gert á öðrum stað von bráðar, þeg-
ar minnst verður 100 ára afmælis búnaðarfélagsskap-
ar okkar. En það er víst, að Hennann Jónasson hóf
verkið svo myndarlega, þau þrettán árin, sem hann
hafði með höndum útgáfu þcssa elzta timarits er um
búnað fjallar hér á landi, að allmikill vandi var að
taka við starfi þar sem hann liætti. En með ritstjóra-