Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 33
Reynsla um ormalyf
1933—1935.
Fyrstu rannsóknir, 1933—1934.
Vanþrif á sauðfénaði og skitupest hafa lengi verið
sett í samband við orma, og hefir almennt verið álitið,
að uppdráttarsýki í sauðfé að vetrarlagi hljóti að
stafa af ormum, þegar féð þrífst ekki, þrátt fyrir sæmi-
legt fóður, þegar engin önnur veiki er sýnileg (kláði
o. fl.). Undanfarin ár var farið að bera svo mikið á
óhreysti í sauðfé, aðallega uppdráttarsýki og skitu-
pest, að til vandræða horfði víða um land, ekki aðeins
hjá einstökum mönnum, heldur í heilum sveitum,
þannig að féð fóðraðist illa að vetrarlagi, veslaðist upp
og drapst, þegar lcið á vetur og fram á vorið kom, og
víða var i'éð rytjulegt, þegar það kom af fjalli haustið
eftir, svo að það var lítilfjörlegt til frálags og óefni-
legt til ásetnings.
Hér á Suðurlandi mun einna mest hafa borið á
þessu, og veikin var komin, að því er virtist, á flesta
eða alla bæi í stórum sveitum, svo að til vandræða
horfði um sauðfjárræktina. Haustið 1933 var útlitið
orðið svo iskyggilegt víða hér sunnanlands, að ekki
var annað sýnna en að fellir væri framundan, ef ekk-
ert væri aðgert. Nokkrir bændur í Árnes- og Rangár-
vallasýslu tóku sig þá til og beiddust hjálpar ríkis-