Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 34
BÚNAÐARRIT
24
stjórnarinnar í þessu efni. Þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, Þorsteinn Briem, varð vel við þeirri mála-
leitun og bað mig að taka þessa veiki til rækilegrar
rannsóknar og reyna að finna ráð við henni.
Slátrun var þá að byrja, og notaði ég tækifærið til
að athuga innýfli sláturfjárins, og sérstaklega ræki-
lega voru rannsökuð innýfli úr 102 kindum fyrir orm-
um. Útkoman af þeirri rannsókn var þessi:
Fannst
Lungnaormar: Pr- *00 fJál' 1
Múllerius capillaris (hárormur) .... 94%
Dictyocaulus filaria (barkamaðkur) . 53%
Iðraormar:
Vinstur: Ostertagia circumcincta
(vinsturormur) .................. 84%
Mjógirni: Nematodirus filicollis
(flæk jumaðkur) .................. 66%
— Bunostomum trigonocephalicum
(bitormur) ......................... 78%
Þó að lungnaormarnir væru útbreiddastir leit ekki
út fyrir að þeir háðu fénu mikið, því að féð var i
góðum holdum, og að því er virtisl fullfrískt, þó að
mikið væri í því al' lungnaormum, svo framarlega
sem ekki var mikið að iðraormum í því. En þar scm
mikið var um iðraorma, einkum bitorma, var féð
horað og rytjulegt. Niðurstaða mín varð því sú, að það
væru einkum iðraormarnir, sem ættu sök á veikind-
unum, og leit út fyrir að bitormarnir væri skæðastir,
því að þar sem mikið var um þá, var mjógirnið al-
sctt smáblæðingum á stærð við flóabit og garnirnar
mörlausar. Þar sem náskyldur ormur er kunnur að
því að valda geysimiklu blóðleysi í mönnum í heit-
um löndum, bentu allar líkur til þess, að þessi orm-
ur myndi vera aðalspellvirkinn. 1 ristli og langa
fannst ckki nema einn og einn ormur á stangli, og