Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 35
BÚNAÐARRIT
25
gaf ég þeim ekki nánari gætur, þar sem þeir virtust
vera meinlausir.
Þetta sama haust fór ég að gera lækningatilraunir
á ormasjúku fé. Þær voru gerðar þannig, að kindum,
sem mikið sá á vegna iðraorma, voru gefin inn ýms
lyf, hverri kind aðeins ein tegund, en mörgum kind-
um sama lyfið í mismunandi stórum skömmtum,
sumum einu sinni, en öðrum oftar, og að 3—6 dög-
um frá inngjöf var kindunum slátrað og innýflin
athuguð, til að sjá hver áhrif Iyfið hafði haft. Þannig
voru mörg lyf reynd, sem líklegust þóttu til árang-
urs, og varð útkoman sú, að langbezt reyndist tetra-
klórkolefni (CCli).
Þennan sama vetur gerði ég tilraunir á 4 ám, sem
allar voru illa haldnar af ormaveiki. Þeirri, sem
minnst sá á, var ekkert ormalyf gefið, en hinum
þremur var gefið tetraklórkolefni: Ein fékk 5 cc í
hylkjum einu sinni, önnur fékk 5 cc hylkjalaust
einu sinni og sú þriðja 5 cc hylkjalaust tvisvar. Allar
ærnar voru vegnar hálfsmánaðarlega, en voru hafðar
saman í húsi og fengu sama fóður. Ekki leið á löngu
áður en þær, sein ormalyfin höfðu fengið, fóru að
hraggast og þyngjast og urðu allar eins og heilbrigðar
að sjá, en sú, sem engin lyf fékk, hélt sama útliti og
stakk mjög í stúl' við liinar. Sú sem fékk tvær inn-
gjafir þyngdist um 8 kg yfir veturinn, þær sem fengu
eina inngjöf þyngdust um 4 kg hvor, en sú sein
ekkert fékk stóð í stað. Mestur var þó munurinn
á útlitinu, því að hann var hverjum manni auð-
sær.
Þetta lyf var þegar um haustið pantað í gelatine-
hylkjum og látið úti handa þeim, sem vildu reyna
það. Eftirspurnin eftir þessu lyfi þá þegar um liaustið
sýndi, hver þörf var á meðali við ormaveiki, því að
þótt hændur hefðu þá enga revnzlu sjálfir fyrir gagn-
sem lyfsins, voru pöntuð hjá rannsóknastofunni