Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 36
26
BÚNAÐARRIT
186 000 hylki um haustið 1933 og veturinn 1934, eða
í ca. 40 000 fjár alls.
Reynslan, sem fékkst af inngjöf þessa lyfs, var
öll á eina leið: Þeir bændur, sem gáfu það, héldu fé
sínu heilbrigðu, en aðrir misstu meira og minna úr
ormaveiki, eins og undanfarin ár.
Hvaðanæfa af Iandinu bárust sömu fregnir, nefnil.
að næsta vetur (1934—’35) myndu allir ætla sér að
nota ormalyfið. Sýnilegt var, að ormalyfjanotkunin
myndi aukist gífurlega frá því sein verið hafði vet-
urinn 1933—’34, og gerði ég því tilraunir til að fá
tetraklórkolefni í hylkjum fyrir sem allra lægst verð
til þess að ormalækningarnar yrðu sem ódýrastar.
En hylkjagerðin er svo dýr, að ómögulegt reyndist að
fá lyfið eins ódýrt með því móti, eins og æskilegt
hefði verið. I innkaupi var ekki unnt að fá hylkin
undir 2 aur. pr. stk., svo að þegar farmgjöld og sölu-
kostnaður bættust við, hefði orðið að selja þau á 2%
eyri hvert, en það hefði orðið 10—12% aura kostnaður
pr. inngjöf, eða 20—25 aur fyrir 2 inngjafir. Hins-
vegar var óráðlegt að gefa lyfið hylkjalaust, vegna
hættunnar sem því fylgdi, þar sem lyfið er allmikið
eitur og lífshættulegt, ef það hrekkur ofan í barka.
Ég tók því það ráð að blanda það öðru efni, sein
gerir það hættuminna, þótt það sé gefið inn hylkja-
laust. Tilraunir sýndu, að slík hlanda kom að fullu
gagni, án þess að veruleg hætta stafaði af inngjöf-
inrii. Með þessu inóti var hægt að gera lyfið svo ódýrl,
að hver inngjöf kostaði aðeins 3% eyri, eða 7 aura
tvær inngjafir.
Ormalyfjanotkun 1934—1935.
I’etta lyf, scm ekki eru tök til að framleiða hér á
landi, var svo pantað i stórum stil frá stærstu með-
alaverksmiðju Bretlands af rannsóknastofunni og
síðan dreift út um land eftir pöntunum frá bændum.