Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 37
B Ú N A Ð A R R IT
27
Eftirspurnin jókst slórkostlega, miðað við vetur-
inn 1933—34, svo að haustið 1934 og veturinn 1935
voru alls látnir úti 4479 lítrar, eða sem svarar einni
inngjöf í 895 800 fjár.
Lyfið var fyrst látið úti í hálfs- og heillítra brúsum,
en síðan aðeins í heillítra brúsum. Ennfremur lét
rannsóknastofan úti pípur, sem mældu nákvæmlega
5 ccm, sem var skammturinn í hverja kind, og þannig
lagaðar, að hægt var að gefa inn með þeim. Á hvern
brúsa var límdur miði með prentuðum leiðbeining-
um um notkun lyfsins, svo að bændur gæti sjálfir
gefið fénu inn.
Eins og ormalyfjasalan ber með sér, hefir lyfið
verið notað í geysistórum stíl. Það hefir verið notað
í öllum sýslum landsins meira og minna, en mest þó
á Suður- og Vesturlandi.
Til að lá sem áreiðanlegastar upplýsingar um
reynslu bænda al' lyfinu, skrifaði ég öllum oddvitum
landsins síðastliðið sumar og bað þá að svara eftir-
farandi 12 spurningum, sem sendar voru á sérstökum
eyðublöðum:
1. Á hve mörgum bæjum var ormalyfið notað?
2. Á hve mörgum bæjum var lyfið ekki notað?
3. Hvernig voru fjárhöld hjá þeiin hændum, sem
notuðu ormalyfið?
4. Hvernig voru fjárhöld hjá þeim, sein ekki not-
uðu lyfið?
5. Var greinilegur munur á heilsu fjárins þar sem
lyfin voru notuð?
0. Var lieilhrigði sauðfjár betri en undanfarin ár
þegar engin lyf voru notuð?
7. Var greinilegur munur á heilbrigði fjárins þar
sem gefið var inn einu sinni og þar sem gefið
var tvisvar inn?
8. Hve mörgu fé var gefið inn, einu sinni eða
tvisvar?