Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 38
2.X
BÚNAÐARRIT
9. Hve margt fé teljið þér hafi drepizt úr ormaveiki
og vanþrifum af því sem gefið var inn einu sinni?
10. Hve margt af því sem gefið var inn tvisvar?
11. Hve margt af því sem ekki var gefið inn?
12. Hve margt drapst af inngjöfinni í yðar hreppi?
Með því að fá svör oddvitanna við þessuin spurn-
ingum þótti mér bezt tryggt, að mark væri takandi á
skýrslunuin. Spurningarnar miða að því að fá svör
greinargóðs manns úr hverjum hreppi landsins um
álit hans á gagnsemi ormalyfsins. Hitt þótti mér von-
lítið eða vonlaust að fá áreiðanlegar tölur um, hve
mörgu fé hefði verið gefið inn einu sinni, Lve mörgu
tvisvar og oftar og hve mörgu aldrei og hve margt
hefði drepizt af hverju. Þó er gerð tilraun til að fá
svör við þessum spurningum, en eins og búast mátti
við, eru tiltölulega fáir, sem geta gefið upp nákvæmar
tölur. Þó gefa sumir upp nákvæmar tölur, en viða
er þó svo ástatt, að öllu fé í hreppnuin hefir verið
gefið inn, svo að ekkert er til samanburðar, og á
þeim bæjum, sem ekki hafa notað ormalyf, er ástæðan
til þess iðulega sú, að á þeim hefir engin ormaveiki
þekkst, svo að þeir eru ekki vel fallnir til saman-
burðar við þá hæi, þar sem ormaveiki hefir Unnið
stórtjón á undanförnum árum.
í slíkum skýrslum sem þessum, þar sem borið er
undir dóm bænda, hve mikið þeir hafa misst úr á-
kveðnum sjúkdómi, hljóta auðvitað að slæðast ýms-
ar villur inn í, því að fullvíst má telja, að aðrar or-
sakir geti legið til uppdráttarsýki og skitu í fénu en
ormaveiki, sérstaklega næringarsjúkdómar af ónýtum
heyjum, ennfremur getur sldtan stafað af bakterí-
um í sumuin tilfellum, þótt algengasta orsök til lienn-
ar hér á landi sé vafalaust ormar. En þótt.slíkar villur
hafi hlotið að slæðast inn i, þá má yfirleilt mikið
marka dómgreind manna, sem reynslu hafa um sauð-
fjárhirðingu, og þegar dómum 80—90% af skýrslu-