Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 45
B Ú NAÐ A RRIT
35
aldrei, svo ég viti til, orðið vart við ormaveiki í
sauðfé, enda hirðing og húsavist í bezta lagi, ung-
viði tekið snemma á gjöf.“
21. f Ögurhreppi var veiku fé gefið allt að fjórum
sinnum, með góðum árangri.
22. í Reykjarfjarðarhrepjn var gefið inn í febrúar
og marz. Margar ær voru lamblausar i vor. Gæli
lyfið verið orsök þess?
23. f Grunnavíkurhreppi er óskað að sent verði þang-
að ormalyf í noltkur hundruð fjár og einum
manni falið að annast allar inngjafirnar.
24. Svalbarðshreppur telur lyfið i blöðrunum betra.
25. Svalbarðsstrandarhreppur telur almenn vanhöld
á le, vegna skemmdra heyja.
2(i. Úr Helgustaðahreppi er skrifað: „Einn bónda
vantaði lyf í 8 ær og valdi þær beztu til þess. Á
góu veiktust þær allar og var þá gefið inn. Sjö
batnaði strax, en ein drapst."
27. Úr Hörgslandshreppi er skrifað: „Einn fjárflesti
bóndinn hér í hreppi notaði eigi orinalyfið fyrri-
hluta vetrar, en er le hans tók að sýkjast úr
garnaormum, siðari hluta vetrar, gaf hann því
inn og brá þá til batnaðar ineð heilsu fjárins."
28. Úr Dyrhólahreppi er skril'að að á Sólheimum var
ekki gefið inn 24 sauðum, veiktust þeir á ein-,
mánuði, var þá gefið inn og batnaði.
29. Úr Vestur-Landeyjum er skrifað, að þar í hreppi
hafi ástand fjárins verið hörmulegt undanfarin
ár, „en nú er svo viðbrugðið, að hér hefir aldrei
verið eins fallegt fé og nú“. Þetta þakkað orma-
lyfinu.
30. Úr Landmannahreppi er skrifað: öllu fé, sem
veiktist að vetrinum var gefið inn og batnaði
öllu.
31. Úr Hraungerðishreppi er lekið fram, að nokkr-
um vænum gemlingum hafi ekki verið gefið inn,