Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 46
36
BÚNAÐARRIT
en þeir einir af gemlingum i hreppnum hafi
fengið skitu i vor.
Skýringar xið 1.—11. lið:
Svör hreppanna voru misjafnlega ljós, og ekki tekið
einn veg á efni þessu. Var því erfitt að fá samfellt og
stuttort yfirlit yfir svörin. Því voru niðurstöðurnar
teknar saman í töflu, þar sem spurningarnar eru tölu-
settar fremst, eins og spumingar Rannsóknastofu
Háskólans. Eru svo svör hreppanna táknuð með töl-
um 0—6 þannig, að þeir sem senda auð spurningabiöð
koina undir 0, en það eru 7 hreppar, þeir sem koma
undir 1 þýðir, að þar liafi V<; hreppsbúa eða færri
notað Jyfið, en þar sein svarið er (> hafa allir bændur
notað það.
Þriðja spurning spyr um fjárhöld hjá þeim hændum,
sem notuðu lyfið og koma þeir þá undir 6, sem reyn-
ist það ágætt, en undir því lægri tölu sem svarið er
neikvæðara. — 5. spurning spyr um inun á heilsu
fjárins þar sem lyfið var notað, borið saman við annað
fé, og koma svörin þá undir því hærri tölu sem sá mun-
ur var meiri. — 6. spurning spyr um, hvort heilbrigði
sauðfjár hafi verið betri en undanfarin ár, þegar
engin lyf voru notuð, og kemur svarið undir því hærri
tölu, sem þessi munur er meiri.
Þessar þrjár spurningar, 3., 5. og 6. gefa gleggst
svör um árangur af notkun ormalyfsins. Til þess að
þessi aðalatriði svaranna verði cnn augljósari skal
taka þau úr skýrslunni:
Svör 1 2 3 4 5 6
3. 84 »» 2 4 3 27 48
5. 68 8 ,, »» 4 16 48
G. 80 2 2 1 1 21 53
232 10 4 5 8 • 64 154
Svörin sem koina undir 5. og 6. eru ákveðið jákvæð,
því þær misfellur, sem koma fram í svörunum undir