Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 47
BÚNAÐARRIT
37
5., eru svo litlar, að ekki er unnt að vita, hvort þær
stafa af ormaveiki eða öðrum kvillum. Þessi jákvæðu
svör eru um 94 af hundraði. Þá er einnig á að líta,
að margir þeirra hreppa, er koma undir lægri töl-
urnar, taka það fram, að þeir hafi aðeins notað lyfið
handa veiku fé, og er þá von á misjafnari árangri en
ef fyr hefði verið að gert. Loks er að geta þess, að þar
sem fáir eða nokkrir bæir í hreppi hafa ekki notað
ormalyf, þá eru það þeir bæirnir, sem minnst vanhöld
hafa haft af ormaveiki undanfarin ár.
Svörin segja því ákveðnum orðum, að árangur af
notkun ormalyfsins hafi verið ágætur, eftir þvi sem
til var stofnað á hverjum stað.
Reykjavik, 25. janúar 1936.
Thcodór Arnbjörnsson
— frá Ósi. —
Eins og tekið er fram í ofannefndu yfirliti, verður
að dæma gagnsemi ormalyfjanna eftir svörunum við
3., 5. og 6. spurningu.
Þriðju spurningunni, sem spyr um fjárhöld hjá
þeim, sem notuðu ormalyl'in, svara 75 af 84, eða 89%,
á þá leið, að þau hafi verið góð eða ágæt.
Fimmtu spurningunni, sem spyr um það, hvort
greinilegur munur hafi verið á heilsu fjárins þar sem
ormalyf voru notuð, samanborið við hina, sem ekki
notuðu þau, svara 56 af 68 eða 82% eindregið játandi.
Einna mest er þó leggjandi upp úr svörunum við
sjöttu spurningunni, þar sem spurt er um hvort heil-
hrigði fjárins hafi verið hetri en undanfarin ár, þegar
engin lyf voru notuð. Henni svara 74 af 80, þ. e. 93%,
á þann veg, að á þvi hafi verið greinilegur cða mikill
munur. Og margir taka fram, að sá munur geti ekki
verið heyjum að þakka, því að þau hafi sizt verið
betri en árinu áður. Neikvæðu svörin við þessari
spurningu eru aðallega af Austurlandi, enda tekið