Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 49
B Ú N A Ð A R R I T
milli. Þessi svör eru rétt eins og við mátti búast,
nefnil. að flestir sé betur komnir með því að gefa inn
tvisvar, en að ca. V3 bænda muni geta komizt af með
eina inngjöf. Þar sem kostnaðurinn við inngjöfina er
orðinn tiltölulega mjög lítill, er vissast fyrir menn að
gel'a tvisvar inn yfir veturinn öllu fénu. Ef eitthvað
fer að bera á fénu, þegar líður frá seinni inngjöf, ann-
aðhvort kviðleysi eða skitu, verður að gefa þeim kind-
um í þriðja sinn, jafnharðan og þær veikjast, og þar
sem mikil brögð eru að ormaveikinni, getur þuri't
að gefa einstökum kindum í fjórða sinn. Hinsvegar
getur verið nóg að gefa inn einu sinni, á bæjum þar
sem lítið eða ekkert hefir borið á ormaveiki, en gæta
þess þó, að hafa lyfið til i aðra inngjöf ef með þarf.
Ormalyfið geymist frá ári til árs, án þess að hætta sé
á að það skemmist, svo að þess vegna er sjálfsagt fyrir
l járbændur að eiga alltaf eitthvað til af því.
Ormalyfseitrun hel'ir yfirleitt horið mjög lítið á. Féð
getur drepizt með tvennu móti af inngjöfinni: 1) Um
leið og inn er gefið, ef lyfið hrekkur ofan í barka. Ef
mikið af því, hálfu skammtur (2% cc) eða meira
fer ofan í barkann, er hætt við að kindin detti nið-
ur dauð svo að segja samstundis. 2) 1—6 döguin eftir
inngjöf vegna skemmdar á lifrinni. Kindin missir al-
veg lyst, kviðurinn blæs upp og oft gengur blóðugur
saur eða slíin aftur af hcnni. Þessi eiturverkun kem-
ur einkum i’yrir hjá fé, sem vantar kalk í fóður sitt
og virðist því fé, sem hefir kjarr- og skógarbeit einna
hættast við slíkri eitrun, ennfremur því sem geng-
ur í fjöru. Fjörubeitin er svo varhugaverð, í þessu
el'ni, að féð ætti ekki að koma í fjöru viku á undan
né viku eftir inngjöf, og sérstaklega virðist hæltulegt
að sleppa ie í fjöru fyrstu dagana eftir inngjöf. Fé, sem
hefir sár í vinstur og görnum, er miklu hættara við
eitrun en öðru, og þar sem slík sár virðast aðallega
vera í vinstrum kindanna fyrri hluta hausts, ættu