Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 52
42
13 Ú N A Ð A R R I T
Hingað til hafa ormalækningar okkar eingöngu
Jjeinst að iðraormunum, því að tjónið al' þeim er yfir-
gnæfandi móts við tjónið af lungnaormunuin. Þó er
enginn efi á því að lungnaormarnir, sem eru að heita
má í hverri kind, eru heilsuspillandi og dæmi til að
þeir valdi stórum búsifjum. En þeir hafa hingað til
reynst hæði öðrum og okkur erfiðir viðureignar. Sem
stendur vantar okkur húsrúm og fjármagn, til að geta
lagt út í þær tilraunir, sem von væri um að gætu gefið
nokkurn árangur.
Ormaveikin virðist hafa minnkað.
Þegar ormalyf hafa verið notuð í svona stórum
stíl, eins og raun hefir á orðið undanfarið ár, mætti
búast við að þess sæjust einhver merki, að ekki væri
eins mikið um ormana í landinu eins og áður. Síð-
astliðið haust og það sem af er vetri, hafa því verið
gerðar rannsóknir á innýflum sauðfjár, og hefir Slát-
urfclag Suðurlands góðfúslega lagt okkur til ókeypis
120 slátur til rannsókna. Þessar rannsóknir hefir Guð-
niundur Gíslason, cand. med. framkvæmt mjög sam-
vizkusamlega, og hefir ýmislegt markvert komið frain
við þær. Árangur þessara rannsókna verður birtur
seinna, en hér skal aðeins gelið um hvað l'anst af
ormum, samanhorið við það sem fannst haustið 1933.
Eg set hér hvorutveggja tölurnar til samanburðar:
um látið úti, og leiðbeiningar með ]>vi algerlega ófullnægjandi.
Lyf okkar þaulprófa ég um leið og liver sending kemur, enda
legg ég álierzlu á, að tetraklórkolefnið sé eins vcl hreinsað
og unnt cr, til að forðast eitranir. Lyfið má fá ódýrara minna
hreinsað, cn sá sparnaður getur orðið dýr í reyndinni. Með því
að panta lyfið frá rannsóknastofunni er hezt tryggt að Ivfið
sé öruggt og liætlulaust.
Annað firma í Reykjavik hefir selt lyf frá Cooper í Englandi.
Það er gott ormalyf, sem inniheldur tetraklórkolefni, cn miklu
ininna en okkar lyf, og liefir ]>ví ekki eins mikil álirif á orm-
ana, en er hættuminna af sömu ástæðu. Það lyf er mun dýrara
en okkar lyf.