Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 60
50
B Ú N A Ð A R R I T
ur. Vér höfðuni baðmullar- eða ullarlök, fengin frá
hvalveiðamönnum og frá Hudsonflóafélaginu.
Um klukkan sjö á morgnana var vetrarfiskur, svo
harðfrosinn, að hann var brothættur sem gler, borinn
inn á gólfið til að linast þar ögn. Einhver af stúlk-
unum var þá við og við að klípa í hann, og er lnin
fann, að fór að marka l'yrir fingrinum, tók hún að
búa til morgunverðar. Fyrst afhausaði hún fiskinn
og lagði hausana til hliðar, þvi að þá átti að sjóða
handa krökkunum seinni partinn (Eskimóar eru barn-
góðir, og hausarnir eru taldir bezti hluti fiskjarins).
Næstbeztur er sjiorðurinn, sem er skorinn af og
geymdur líka handa krökkunum. Þá var stúlkan vön
að taka roðið af fiskinum á bakinu og kviðnum,
halda við með tönnunum og afhýða fiskinn, líkt og
vér flysjum bjúgaldin, en raunar aðeins þversum,
þar sem vér flysjum ætíð bjúgaldin langseftir.
Svo búinn var fiskurinn settur á diska og látinn
ganga. Hvert okkar tók sinn fisk og nagaði utan al'
honum eins og Ameríkumenn naga majs af kólfin-
um. Þeir skilja kólfinn eftir, og á líkan hátt átum
vér fiskinn utan af og skildum innyflin eftir. Þegar
vér höfðum etið, eins mikið og vér höfðum lyst á,
settum vér leyfarnar á trog handa hundunum. Að
morgunverði loknum fóru allir karlmennirnir og svo
sem helmingurinn af kvenfólkinu að veiða fisk, hinar
konurnar voru heima við heimilisverkin. Um klukkan
ellefu komum vér aftur til að fá aðra máltíð af frosn-
um fiski, líkt og morgunverðinn. Um klukkan fjögur
síðdegis var vinnudeginum lokið, og vér komum heim
til máltíðar af heitum soðnum fiski.
Vér komum líka heim i hús, sem var svo liilað af
eldamennskunni, að hitinn var 28°—38° C. eða ef
til vill meiri og svipaði því meir til tyrknesks baðs
en heitrar stofu. Svitastraumarnir runnu niður cftir
oss, og börnin höfðu nóg að gera að ganga fram og