Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 61
B Ú N A Ð A R RIT
51
aftur nieð kalt vatn í ausu, sem vér drukkum auð-
vitað niikið af.1)
Rétt fyrir háttatimann fengum vér kaldan fiskbita,
leifar frá miðdegismatnum. Síðan sváfum vér sjö eða
átta tíma, og svo hyrjaði hversdagslífið á ný.
Eftir að eg hafði verið gestur Eskimóa eina þrjá
mánuði, hafði eg að mestu fengið sama matarsmekk
og þeir. Eg hafði orðið þeim sammála um það, að
fiskur er betri soðinn en eldaður á nokkurn annan
hátt, og að hausarnir (sem vér stundum fengum hlut
i með börnunum) voru bezti hluti fiskjarins. Eg kærði
mig ekki framar um tilbreytni í eldamennskunni —
eg vildi allt af fiskinn heldur soðinn, ef hann var
eldaður. Mér var farinn að þykja hrár fiskur eins
góður og ef eg hefði verið Japani. Súrt hvallýsi þótti
mér eins gott með fiskinum eins og blandað edik og
viðsmjör með salati. En eg hai'ði enn þá tvennt út á
mataræði Eskimóa að setja: úldinn fisk át eg ekki og
mig langaði í salt með matnum.
Það var mismikið farið að slá i fiskinn. Ágústveiðin
hafði verið varin með árefti fyrir dýrum, en ekki
fyrir hitanum, og var dragúldin. Septemberveiðin var
hálfúldin. Það, sem veiðst hafði í október og síðar,
hafði frosið samstundis og var ferskt. Það var minna
al' ágústfiski en öðrum l'iski, og meðal annars af þeirri
ástæðu var hann sælgæti, sem ctið var stundum sem
aukageta milli máltíða, stundum sem eins konar eftir-
matur, og ávalt frosinn, hrár.
Um miðjan vetur koinst eg út í þær heimspekilegu
liugleiðingar, að í mínu landi og erlendis væri það
talinn heldur búralegur smekkur að þykja mildur
ostur góður; það er að minnsta kosli hálfsatt, að skyn-
bærir menn á þá hluti vilja hafa ost sem sterkastan.
1) Fullorðnir karhnenn o(< konur voru lieima í liol — þau
voru bet upp frá mitti og neðan við hné. Börn voru allsber.