Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 66
56 BÚNAÐARRIT
þessari grein og svipuðum vísindalegum rökræðum
fæði, sem ekkert er í úr jurtaríkinu.
Að því er eg kemst næst, hefi eg þá lifað á norður-
vegum meira en fimm ár eingöngu á kjöti og vatni.
(Auðvitað var þetta ekki í einni fimm ára lotu, held-
ur samtals svo langur tími um tíu ára skeið.) Einn
af förunautum mínum, Storker Storkerson, lifði á
tómu kjötineti álíka langan tíma, en ýmsir hafa Iifað
á því eitt til þrjú ár. Þeir hafa verið af mörgum þjóð-
um og þremur kynkvíslum — venjulegir hvítir menn,
eyjaskeggjar frá Cape Verde eyjum, er höfðu mikið
hláinannablóð í æðum, og Suðurhafseyjamenn. Eg
finn engan kynltvíslamun, hvorki af reynslu þeirri, er
eg hafði af mínum mönnum, né af svipuðum dæmurn,
er eg hafi spurnir af. Greinilegur munur er á ein-
staklingum.
Venjuleg aðferð við að venja menn á að lifa á kjöt-
meti einu er sú, að þrír eða fimm af oss leggja af stað
um miðjan vetur frá aðalstöð, sem hefir beztu tegund
eða því sem næst af blönduðu fæði, senr hægt er að
afla sér með fé og fyrirhyggju. Nýliðunum hefir
verið sagt, að hægt sé að lifa á tómu kjöti. Vér segj-
um þeim, að erfitt sé að venjast því fáeinar fyrstu
vikurnar, en fullvissum þá um, að þeim muni auðnast
að getast að þessu og að allir erfiðleikar við matar-
æðisbreytingar komi af imyndun þeirra.
Þessum fullyrðingum trúa mennirnir misvel. Ég
lield, að af eitthvað tuttugu mönnum, sem eg hefi
vanið, þá hafi tveir eða þrir ungir menn trúað mér
til fulls og að þessi trú hafi mjög stutt að því, ásamt
æsku þeirra og lipurð, að þeir tóku fúslega til kjöts-
ins. Eg held, að mennirnir trúi venjulega, að það,
sem eg segi af sjálfum mér, sé satt fyrir mig persónu-
lega, en að eg sé sérstæður, náttúruafbrigði — að
venjulegir menn reynist öðruvísi, og að þeir sjálfir
muni reynasl eins og venjulegir menn og þeiin líði