Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 70
BUNAÐARRIT
()0
heit hefði verið auðvelt að efna, því að í slíku tilfelli
mundi hugsunin um sel, jafnvel árum síðar, eflaust
hafa vakið viðhjóð. Hafi maður aðeins í tvo eða þrjá
mánuði lifað á kjöti einu, er hvort tveggja til um það,
hvort hann er fús að hverfa að því aftur. En hafi tíma-
bilið verið sex mánuðir eða meira, þá man eg engan,
er ekki var fús til að byrja aftur á kjötinu. Ennfrem-
ur, þeir, sem hafa verið án grænmetis mörg ár saman-
lagt, eta síðan venjulega meira af kjöti en almennir
borgarar, ef þeir geta komið því við.
2. kafli.
I.
Nú, þegar manneldistilraunir þær, er við Karsten
Andersen gerðum á Bellevue spítala, hafa verið viður-
kenndar af læknum, þá er örðugt að skilja, að tilkynn-
ingin um fyrirætlunina skyldi valda slíkum æsingi,
skoðanirnar vera svo geipilega andvígar og spádóm-
urinn um hörmulega niðurstöðu nálega einhuga.
Sú skoðun, að nauðsyn væri á úrslitatilraun með
eftirliti, fór að breiðast út, eftir að eg sagði einum
af vísindamönnunum í matvælastjórninni 1918, að eg
hefði lifað samtals meira en finnn ár á kjöti einu og
vatni og mér liðið vel. Tíinamót urðu 1920, er eg fékk
klukkustund til að útskýra kjötát fyrir læknuin Mayo
spítalans og liði þeirra. Síðasti þátturinn hófst 1928,
er við Andersen fórum í Bellevue spítalann, til þess
að gefa vísindunum fyrsta tækifæri í sögu þeirra til
að athuga menn, sem lifðu sumar og svalan vetur í
tólf mánuði á kjötmeti einu. Við áttum að gera það
með þeim hætti að lifa venjulegu borgarlifi.
í byrjun starfs vors norður frá 1906 var það viður-
kennd skoðun lækna og manneldisfræðinga, að menn
gætu ekki lifað af kjöti einu. Sérstaklega héldu.þeir,