Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 71
tið flokkur alvarlegra sjúkdóma annað hvort kæini
af kjötáti, eða að honum yrði aðeins varnað aneð
grænmetisáti. Þessum skoðunum var enn haldið haust-
ið 1918, er gamall vinur minn, Frederic C. Walcott
(síðar öldungaráðsmaður l'rá Connecticut) taldi, að
reynsla mín og skoðanir þær, er af henni lciddi, mundi
valda hyltingu á suinum sviðum, og kynnti mig pró-
fessor Raymond Pearl við Johns Hopkins háskólann,
en Pearl var þá við matvælastjórn Bandaríkjanna í
Washington. Pearl leit svo á sem ýmislegt af því, er
eg sagði honuxn, kollvarpaði skoðunum, er menn þá
liöfðu; hann spurði mig í viðurvist hraðritara, og sendi
árangurinn fjölritaðan til ýmissa manneldisfræðinga.
Svör þeirra ýmist samsinntu honum og mér eða sam-
sinntu David Htime, að liklegra er að mæta þúsund
lygurum en einu kraftaverki.
Pearl var sannfærður um, að hér væri hvorki um
skreytni né kraftaverk að ræða, og slakk upp á því,
að við rituðum hók um manneldi. Eg féllst á það. En
annir hömluðu og málið drógst á langinn.
1920 fékk eg, eins og áður er getið, tækifæri til að
tala í Mayospítalanum í Rochester, Minnesota. Annar
Mayobræðranna stakk upp á þvi, að eg dveldi þar
tvær eða þrjár vikur og léti athuga mig til að sjá,
hvort þeir gætu ekld fundið vott hinna ímynduðu
illu afleiðinga kjötátsins. Mig langaði til að gera þelta,
en skuldbindingar í New York hindruðu það.
Þá var það einn dag, er eg var að tala við Dr. Clar-
enc.e W. Lieh, sérfræðing í magasjúkdómum, að eg
gat um, að mér þætti leitt að liafa ekki getað fært
mér í nyt Mayorannsóknirnar. Lieb sagði, að það
væm lika góðir læknar í New York og bauðst til að
koma saman sérfræðinganefnd, er gæti rannsakað mig
eins stranglega og frelcast væri unnt hjá Mayohræðrum.
Nefndin var mynduð, eg var þaulrannsakaður og
Lieb skýrði frá niðurstöðunum í Journal of the Ame-