Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 72
(52
B Ú N A Ð A R R I T
rican Medical Association, 3. júlí 1926: „The Effects
of an Exclusive Long-Continued Meat l)iet“. Nefnd-
inni hafði ekki tekizt að finna vott um eina einustu
af hinum skaðlegu afleiðingum, er menn bjuggust við.
Með útkomu þessarar greinar runnu saman aðgerðir
þeirra Liehs og Pearls. Því að þegar Institute of Ame-
rican Meat Packers (Stofnun amerískra kjötkaup-
manna) ritaði og bað um leyfi til að endurprenta
greinina í fjölda eintaka, til að dreifa henni ineðal
lækna og manneldisfræðinga, bárum vér, Lieb, Pearl
og ég, ráð vor saman. Niðurstaðan varð sú, að vér
rituðum stofnuninni og sögðum, að vér neituðum um
leyfi til að endurprenla greinina, en bentum á, að þeir
gætu fengið annað, sem ætti miklu i'remur skilið að
koma út, og rétt til að gefa það út, ef þeir gæfu fé til
rannsóknarstofnunar til að gera tilraunir, er skæru úr
þeim spurningum, er komið hefðu fram í tilefni af
reynslu minrii og skoðunum, og skyldu þessar til-
rauriir gerðar við venjulegar aðstæður borgarlífsins.
Því að margir héldu því fram, að hægt kynni að vera
að lifa á kjötmat einum í köldu loftslagi, þó að það
væri ekki hægt í heitu, og við erfiðar aðstæður riorður
þar, þó að það væri ekki gerlegt í hversdagslegu
starfslífi Ameríkumanna heima fyrir.
Vér gáfum kjötkaupmönnunum bendingu um það,
að stofnunin, sem valin yrði, mundi heldur en hitt
streilast á móti, til þess að vera viss um, að ekkert
i niðurstöðunum yrði einu sinni grunað um að hafa
orðið fyrir áhrifum frá þeim, er l'éð lögðu fram.
Eflir mikla samninga féllst stofnunin á það að leggja
fram féð. Vísindastofnunin, sem kosningu hlaut, var
Russell Sage Institute of Pathology (Russel Sage
Stofnun fyrir sjúkdómafræði). I nefndinni, sem fyrir
rannsókninni stóð, áttu að vera leiðtogar í helztu vís-
induin, er virtust snerta viðfangsefnið, og voru þeir
fulltrúar sjö stofnana: