Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 73
B Ú N A Ð A R RIT
(5B
Ameríska náttúrusögusafnið: Dr. Clark Wissler.
Læknaskóli Cornell háskóla: Dr. Walter L. Niles.
Harvard háskóli: Doktorarnir Lawrence J. Hender-
son, Ernest A. Hooton og Percy Howe.
Stofnun amerískra kjötkaupmanna: Dr. C. Robert
Moulton.
Johns Hopkins háskóli: Doktorarnir William G.
McCallum og Raymond Pearl.
Russell Sage stofnun fyrir sjúkdómafræði: Doktor-
arnir Eugene Du Bois og Graham Lusk.
Háskólinn í Chicago: Dr. Edwin O. Jordan.
An uinhoðs: Dr. Clarence W. Lieb (einkalæknir) og
Vilhjálmur Stefánsson.
Formaður nefndarinnar var Dr. Pearl. Aðalrann-
sóknarstarfi tilraunarinnar stýrði Dr. Du Bois, sem er
nú yfirlæknir New York spítala og var þá og er enn
yfirlæknir Russell Sage stofnunarinriar fyrir sjúkdóma-
fræði. Meðal samverlcamanna hans voru Dr. Walter S.
McClellan, Dr. Henry B. Richardson, hr. V. R. Rupp,
hr. G. F. Soderstrom, Dr. Henry J. Spencer, Dr. Ed-
ward Tolstoi, Dr. John C. Torrey og hr. Vincent Tos-
cani. Eftirlitið með ástandi prófaðra hal'ði Dr. Lieb.
Eftir að eftirlitsnefndin hafði haldið fundi, minni
framkvæmdanefnd verið kosin og miklar umræður
farið fram, var það ákveðið, að þó að tilraunin miðaði
að úrlausn strangvísindalegra viðfangsefna, þá mætti
jafnframt líta við og við á skoðanir almennirigs og
áróður sérstalcra flokka. Til dæmis mundi sú skilgrein-
ing vor á kjötmeti, að það sé „fæði, sem ekkert græn-
meti er í“, leyfa oss að nota mjólk og egg, því að
hvorugt er það grænmeti. En suraar jurtaætur eru nógu
órökvísar til að leyfa mjólk og egg; oss kom saman
um að vera álíka órökvísir og útiloka hvorttveggja.
Það var til þess að sjá fyrir þvi, að ekki yrði hrópað
upp, að mjólk og egg hefðu frelsað okkur frá hinum
illn afleiðingum al' því að lifa á grænmetislausu fæði.