Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 76
BÚNAÐARRIT
(5(5
mundi nægja til að læknir setti upp alvarlegt andlit
og segði: „Þcr verðið að gera Iítið að kjötáti“, eða „Eg
er hræddur um, að þér verðið alveg að hætta við kjöt“.
Vér gátum ekki fundið neinn nema Andersen, er léti
hugann ekki vera líkainanum til trafala. í janúar 1928
byrjaði svo tilraunin með okkur tvo. Hún var undir
beinni umsjón Dr. DuBois og liðsmanna hans á mann-
eldisdeild Bellevue spítalans í New York.
Frá vinum okkar kom mesta ofviðri af mótmælum,
þegar blöðin skýrðu frá því, að við værum að fara í
Bellevue. Þau áttu aðallega rót sína í þeirri sögn, að
við ætluðum að eta kjötið hrátt, og þeirri trú, að við
ætum aðeins magurt kjöt. Hið fyrra var kvittur einn;
hið síðara var málinu að kenna.
Vinir okkar sögðu einum rómi, að við gerðum okkur
að afhrökum mannfélagsins með því að ela hrátt kjöt.
Það er rétt að eta ostrur hráar, og skelfisk, i Banda-
ríkjunum, Iiráa síld í Noregi, ýmiskonar fisk hráan
i Japan, og hrátt nautakjöt nálega hvar sem er í heim-
inum, ef aðeins er haft um það annað orð og kallað
linsoðið. Sú tízka var farin að breiðast út að gefa ung-
börnum hrátt kjöt, en við vorum engin börn, hvorki
að aidri né vexti og gátum því ekki notið þeirrar
undanþágu.
Hræðslunni við hráa kjötið mátti svara með því að
skýra aðaltilhögun tilraunar okkar — við Andersen
áttum sjálfir að velja okkur matinn eftir smekk (með-
an hann var kjöt) og við áttum sjálfir að ákveða,
hvemig máltíð var soðin. Sú varð raunin á, að hann
hallaðist að meðalsoðnu en eg að velsoðnu.
Sú ímyndun, að við ætluðuin aðeins að eta inagurt
kjöt, kom af nýlegri breytingu í amerískri málvenju.
í Bandaríkjunum hefir orðið meat (kjöt) siðustu árin
lengið merkinguna: magurt kjöt. Við friðuðuin því
vini okkar með því að skýra fyrir þeim,'að við ætluð-
um að lifa á kjöti i enskri merkingu, bæði mögru og