Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 77
BÚNAÐARRIT
(57
feitu. Við ætluðum einmitt að lifa nútímalífi á fæði
forfeðra vorra, eldri eða yngri, því fæði, er nokkrir
„frumstæðir veiðimenn“ lifa á á vorum tímum.
II.
Fyrstu þrjár vikurnar í Bellevue spitala vorum við
aldir á mældum skömmtum af mat, er kalla mætti
fyrirmyndar hlandaðan kost: aldin, kornmeti, svins-
flesk og egg og þvi um líkt í morgunmat, kjötmeti,
grænmeti og þar með ávextir í hádegisverð og mið-
degisverð. Þennan tíma athuguðu ýmsir sérfræðingar
okkur frá svo að kalla hverju sjónarmiði, er virtist
skipta máli.
Leiðinlegastar, og við skulum vona að sama skapi
mikilvægastar, voru brunamælisrannsóknirnar. Án
þess að hafa smakkað mat frá því um kvöldið áður,
gengum við síðla morguns lil hrunamælisstofunnar
og sátum kyrrir í klukkutima, til þess að líkaminn
jafnaði sig eftir að hafa ef til vill gengið upp einn stiga.
Síðan sinugum við eins erfiðislaust og við gátum inn í
hrunamæla, er líktust stóruin líkkistum með glerhlið-
um, og allir biðu svo sem klulckustund, þangað til við
höfðum náð okkur eftir truflunina við að smjúga
inn. Kistunni var nú lokað, og í þrjár klukkustundir
lágum við þarna eins hreyfingarlausir og okkur var
unnt, en hópur af vísindamönnum, er sáust gegnum
glerið, dundaði í kring og athugaði lífstörf okkar.
Okkur var ekki leyft að lesa, og við vorum jafnvél
varaðir við að hugsa um neitt sérstaklega þægilegt
eða sérstaklega óþægilegt, því að hugsanir og tilfinn-
ingar liita manni og kæla, hraða eða hægja og yfirleitt
rugla liið „rétta“ lag. (Dr. DuBois sagði frá bruna-
mælisprófi, sem varð árangurslaust vegna geðshrær-
ingar. Ýfinn Rúmeningur hafði fengið megna óbeit á
meðsjúklingi, er Kelly hét. Tilraunin hafði gengið