Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 79
B Ú N A Ð A R R I T
<ií)
Því að eg hafði 1913 á blaðsíðu 140—142 í bókinni
Mij Life with ihe Eskimo sagt frá því, hvernig vér,
nokkrir Eskimóar og eg, urðum veikir, er vér böfðum
lifað tvær eða þrjár vikur á mögru kjöti, hreindýra-
kjöti, sem var svo horað, að engin teljandi fita var
hak við augun eða í mergnum. Svo að þegar Dr. Du
Bois stakk upp á því, að eg byrjaði kjöttíðina með því
að eta eins mikið og eg frekast gæti af söxuðu, mögru
vöðvakjöti, þá sagði eg fyrir, að illa mundi fara. En
hann svaraði með því að vitna í reynslu mína, þar
sem veikindin höfðu ekki komið fyrr en eftir tvær
eða þrjár vikur, og nú ráðlagði liann magra kjötið
aðeins í tvo eða þrjá daga. Svo eg lét undan.
Aðaltilgangurinn með því að láta mig snögglega
fara að lifa á tómu mögru kjöti var sá, að fá skarpa
andstæðu við Andersen, sem átti að lifa á venjulegu
kjötmeti, er hefði feitt og magurt í þeim hlutföllum,
er smekkur hans sjálfs kysi.
Sem sagt, vér höfðum veikzt norður frá aðra eða
þriðju fitulausu vikuna. Nú veiktist eg annan daginn.
Munnrinn á tímanum í Bellevue og norður frá kom
eflaust aðallega af því, að dálítið af fitu var hér og
þar í hreindýrakjötinu norður frá — vér höfðum etið
kjötið bak við augun, vér höfðum brotið heinin til
mergjar og er vér gerðum allt, sem vér gátum, til að
ná í fitu, höfðum vér auðsjáanlega fengið meira en
vér héldiun. í Bellevue var kjötið vandlega rannsakað
og hafði verið svo magurt sem slíkur vöðvi getur
verið. Þá höfðum vér og norður frá etið sinar og önnur
ómeltanleg efni, vér höfðum tuggið mjúku endana á
beinunum og fengið talsverða kviðfylli á þann hátt,
er A'ér vorum að reyna að ná í fituna. Það sem við át-
um í Bellevue hafði ekki í sér neitt til uppfyllingar,
svo að lcoma mátti miklu meiru af mögru kjöti í mag-
ann á mér.
Sjúkdómseinkennin, sem eg fékk af hinu ófullkomna