Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 80
70
BÚNA'Ð ARRIT
kjötmeti (mögru án fitu), voru alveg eins og noröur
frá, nema að þau komu fyrr —- niðurgangur og ert-
andi, gagngerð óþægindakennd.
Norður frá hafði Eskimóunum og mér batnað undir
eins, þegar vér fengum dálítið af fitu. Dr. DuBois
læknaði mig nú á sama hátt, ineð því að gefa mér
feilan spjaldhrygg, heila, steiktan í svínafeiti, og þess
háttar. Eftir tvo eða þrjá daga var mér batnað, en eg
hafði létzt lalsvert.
III.
Fyrstu þrjár vikurnar var mín gætt dag og nótt af
starfsmönnum spítalans. Starf mitt var talið á borð
við meðalsýslunarmanns. Eg gekk mér til hressingar,
en alltaf undir eftirliti; ef eg símaði, stóð þjónninn
við klefadyrnar; ef eg skrapp í búð, var hann aldrei
meira en fáein fet í burtu, og hann var alltaf árvakur.
Eins og Dr. DuBois sagði og eins og eg vissi fyrirfram,
þá var þetta ekki af því, að eftirlitsmennirnir tor-
tryggðu mig, heldur vegna þess, að þeir vildu geta
sagl, að þeir vissu það af sjálfs sín reynd, að eg hefði
hvorki smakkað vott né þurrt annað en það, sem eg
fékk í Bellevue og eg át og drakk undir eftirliti þjón-
anna.
En starf mitt heiintaði þvi miður, að eg ferðaðist
víðsvegar um Bandaríkin og Canada. Það var enn ein
ástæðan til þess að Andersen var fenginn til tilraun-
arinnar. Þegar þeir að þrem vikum liðnum urðu að
láta inig lausan gegn drengskaparorði, ef svo má að
orði kveða, þá héldu þeir honum bak við lása og lokur
í samtals eitlhvað 90 daga.
Þeir, sem höfðu haldið, að kjötátið mundi draga
okkur til dauða, höfðu gizkað á, að fjórir til fimmtán
dagar mundu líða áður en Dr. Lieb, er hafði eftirlitið
með heilsufari okkar, yrði að stöðva tilraunina, vegna
þess að við yrðum komnir í hættu. Þeir, sem höfðu