Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 83
BUNAÐARRIT
73
bragðið í Suðurrikjunum; þvi að Carl Akeley segir frá
hitabeltislöndunum i Afríku slíkar sögur af feitmetis-
áti, að magnaðri þekkjast ekki í heimskautalöndunum.
Ferðamenn á Spáni kvarta oft um mat, sem flýtur í
olíu, og líkar kvartanir koma, ef vér heimsækjuin þau
lönd Ameríku, er latneskar þjóðir byggja. Ef vér
hugsum oss um, komumst vér að raun um, að margar,
ef ekki flestar hitabeltisþjóðir, unna feitmeti.1)
Þá er sú skoðun samhliða, að mest kjötát sé í köld-
um löndum. Þeir, sem lifa einvörðungu á kjötmeti, eru
að vísu norður frá, Eskimóar, Semojedar, Chukchis.
En .rnestu kjötætur, er ensku mæla, eru Ástralíumenn,
í hitabeltinu og nánd við það, en þeir menn af Norður-
álfukyni, er komast næst því að lifa á kjöti einu, eru
kúasmalarnir i heitustu héruðum Argentínu, er lifa á
nautakjöti og maté (tetegund). Þeir vilja liafa kjötið
feitt og (að því er Argentínumaður í New York segir
mér) hóta að ganga úr vistinni, eða að minnsta kosti
gerðu það fyrir tuttugu árum, ef reynt er að láta þá
lifa að nokkru verulegu leyti á kornmeti, grænmeti
og ávöxtum.
Það lítur út fyrir, að löngunin í fitu, sumar eða
vetur, fari eftir því, hvað maður etur af öðru, að svo
mildu leyti sem smekkurinn stjórnast ekki af áróðri
og tízku. El' maður lifir á kjötmeti, þá verður maður
blátt áfram að hafa feitt með xnögru, að öðrum kosti
veikist maður og deyr. En með því að fita, sykur og
mjölvi eru að flestu leyti jafngikl fæðuel'ni, þá eta
menn meii’a af einu þeirra, ef þeir eta minna af hinum
tveimur.
Þegar við Sir Hubert Wilkins vorum saman í norður-
vegi og lifðum báðir á kjöti einu, sagði hann mér bezta
dæmi, sein eg þekki um það, hvernig fitu er holað út
1) Sjá Bibliuna 1. Mós. 45,18; 49,20; Neh. 8,10; Jes. 25,6.
Hómer, Ilionskviða 11,403, IX,207, XII,319. Þyð.