Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 85
BÚNAÐARRIT
75
lega fjörgandi í'æða, sannaði New-York-tilraunin mér
að því leyli, að mér virtist eg vera bjartsýnni og ötulli
en eg venjulega er. Eg horfði fram á næsta dag eða
næsta starf með meiri eftirvæntingu, og var líklegri
til að búast við ánægju eða framgangi. Má vera, að
þelta bregði ljósi yfir þann almenna dóm, að Eskimóar,
sein menningin hefir ekki náð til, séu hamingjusöm-
ustu menn í heimi. Það hefir verið skýrt á margan veg
—- að heimskautaloftslagið sé hressandi, að veiðimanna-
lífið sé skennntilegt, og að þessir blessaðir vesalingar
viti ekki, hve aumt líf þeirra sé. Vér bætum nú þeirri
bendingu við, að bjartsýni kunni að nokkru leyti að
vera bein afleiðing mataræðis þeirra.
Nokkrum sæmilega ákveðnum atriðum má bæta við
um farnað olckar þetta kjötár. T. d. hlupum við með
fárra vikna millibili kring um vatnsþróna í Central
Park, og létum Dr. DuBois ráða ferðinni, og þaðan
heim til húss hans, gengum upp stigana tvo eða þrjá
í senn, lilömmuðum okkur í hengirúm og létum vís-
indamenn rannsaka andardrátt okkar, æðaslög og aðr-
ar hversdagslegar lífshræringar. Þessi próf virtust
sýna, að lífsþróttur okkar óx eftir þvi sem leið á kjöt-
tímann.
Andersen, sem hal'ði fengið kvef hvað eftir annað,
er liann vann nálega ber undir beru lol'ti í glóaldin-
lundi sínum í Florida, fékk aðeins tvö eða þrjú kvef-
köst kjötárið í New York, og þau voru létt. Hann fékk
ekki aftur hárið, sem hann hafði misst, en hann skýrði
frá því, að hárlosið hefði greinilega minnkað. Eins og
áður var sagt, þá þjáðist Andersen að dómi læknanna,
er hann kom frá Florida, af eiturverkun gerla í iðrun-
mn, en þegar svo stóð á, bönnuðu læknar á þeim tím-
um venjulega að eta kjöt. En þessi kvilli þjáði hann
ekki, meðan hann var á kjötkosti.
Einn þáttur tilraunar okkar snertir það, hvernig
menn verða grannir, spengilegir, hvernig á að lækna