Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 88
78
BÚNAÐARRIT
fyrir tuttugu og þremur árum, dró skyrbjúgur úr þeim
])róttinn; þeir gátu ekki haldið ferðaáætlun sina og
dóu. Skyrbjúgur hefir og ekki sótt landkönnuði eina
heiin. Fyrir tuttugu árum var brezki herinn skammt
austur i löndum mjög illa farinn, og í október 1935
skýrði ámerískur læknir frá því, að hundrað abys-
inskir hermenn dæju á dag úr skyrhjúg. Veikin gerði
usla, meðan stóð á gullæðinu í Alaska og Yukon eftir
1896. Námumennirnir dóu tugum saman, og hundruð
þeirra þjáðust.
Bæði læknar og leikir héldu í meira en öld, að þeir
vissu til fulls, hvernig mátti koma í veg fyrir veikina
og lækna hana, en aðferðin hefir aldrei dugað, þegar
mest á reyndi.
Forsendan, sem læknarnir byrjuðu með, var, að
jurtafæða, sérstaklega ávextir, hindruðu og læknuðu
veikina. Með því að fæði er úr dýrum og jurtum, fékk
þessi kenning þá mynd, að skyrbjúgur kæmi af kjöt-
áti og læknaðist með jurtaáti. Loksins kom læknunum
saman um, að gulaldinsafi væri bezta lyfið til varnar
og lækningar. Þeir töldu hann öruggt meðal, sérmeðal.
Löggjafar fylgdu læknunum. Það er í lögum víða um
lönd, að skipverjar eigi á löngum ferðum að fá gul-
aldinsafa og skuli þeir laðaðir eða neyddir til að taka
hann inn.
f dagbókum mínum og athugasemdum hefi ég mörg
dæmi, fengin frá mönnum í riddaralögregluliði Canada
og gömlum námamönnum, um það að menn liafi dáið
af skyrbjúg í gullæðinu í Alaska og Yukon. Náma-
mennirnir fóru almennt að veikjast í vetrarlokin. Þeir
höfðu lifað á baunum og fleski, kexi, hrísgrjónum,
haframjöli, sykri, þurrkuðum ávöxtum og þurrkuðu
grænmeti. Þegar þeir urðu þess vísir, að þeir höfðu
fengið skyrbjúg, gerðu þeir það, sein unnt var, til að
fá þá hluti, er þeir hugðu að mundu lækna sig. Námu-
mennirnir virtust liafa haft sterkasta trú á hráum