Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 89
B Ú N A Ð A R R I T
7Í>
kartöflum. Þær varÖ að fá langt að, og það eru til
hetjusögur af mönnum, er brutust áfram um eyðimörk
til að hjálpa félaga sínum með fáeinum pundum af
þeim. Lik trú var á lækningakrafti lauka og sumra
annara matjurta. Skrítið er það, að menn höfðu ann-
að hvort enga trú á þeim matjurtum, sem hægt var að
fá, eða héldu, að fara þyrfti með þær á þann hátt, er
vér nú vituin að gerir þær gagnslausar. T. d. kynni
maður að hafa læknazt eða orðið skárri af saláti eða
laufblöðum, eða grænuin trjáberki. En það, sem námu-
mennirnir gerðu við furunálarnar og víðibörkinn, var
að sjóða það tímunum saman og drekka af þvi te. Ef
þeir höfðu nýtt kjöt, suðu þcir það í kássu og drukku
soðið. Menn dóu oft tveim til fjórum mánuðum eftir
að veikinnar varð vart.
Vér leiðum lijá oss mannfælckun í her og tjón í horg-
aralegu lífi af völdum þessarar veiki á liðnum öldum
og snúum oss að landkönnuðum, þeim flokki manna,
sem mest er vitað um að þjáðst hafi og dáið úr skyr-
Það er venjulegt að telja James Cook fyrir hundr-
að og fimmtíu árum meðal fremstu landkannaða allra
alda, en nokkur hluti þeirrar frægðar er að þakka
þeirri fullyrðingu, að liann hafi uppgötvað, hvernig
ætli að hindra og lækna skyrbjúg. Læknabækur telja
hann hrautryðjanda í þessu efni og segja, að vér eig-
um honum að þakka vald yfir ægilegum sjúkdómi.
Því að liann sannaði, að með jurtafæðu (og þá sér-
staklega ávöxtum) mætti hindra skyrbjúg á lengstu
ferðum. Bækurnar fullyrða beint eða óheint, að af
þessu hafi þróazt sú þekking, er vér hagnýtum oss,
þegar vér drögum út gulaldinsafa og setjum hann á
flöskur, látum hirgðir af honum í skipin og hindrum
og læknum skyrhjúg.
En eins og að framan er sagt, þá yfirsást hinum
góðu læknum, er héldu, að gulaldinsafinn væri