Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 91
BÚ NAÐARR IT
81
heimskautalöndum. FæÖa þeirra hafði verið megra og
spik af rostungi.
Tugir ef ekki hundruð þúsunda vísindamanna í lækn-
isfræði og skyldum greinum hljóta að hafa séð þessa
frásögn, því að bækur Nansen’s voru þær bækur, er
seldust bezt á nálega hverju máli, og hlöðin voru full
af sögunni, þó hafði það svo sem engin áhrif. Lækn-
ar og manneldisfræðingar héldu áfram með sínar ó-
skeikulu yfirlýsingar, að skyrbjúgur kæmi af kjötáti
og að honum styddu ill áhrif af því, sem þeir nefndu
skort á loftræsing, hreinlæti, sólskini og hreyfingu.
Þeir ráðlögðu enn gulaldinsal'a og settu allt sitl traust
á hann og önnur jurtaefni.
Menn hafa haldið áfram að afsaka gulaldinsafann
fram á þennan dag. Það var t. d. nýlega sýnt fram á
það með miklum fögnuði, að safinn hefði áður verið
gerður úr annari gulaldintegund en nú og væri það
skýring á því, að hann þótti reynast betur á 18. öld.
En það er engin fullnaðarlausn á málinu. Til þess að
ganga úr skugga um það, er vert að líta á, hvernig
reynsla Nansens staðfestist og skýrist á fjórum leið-
angruin á tveimur áratugum; fyrir tveim réð Robert
Falcon Scott, einum Ernest Henry Shackleton, ein-
um eg.
II.
Þegar Scott var að húa út fyrri leiðangur sinn, 1900,
fór hann aö ráðum rétttrúuðustu vísindamanna. Hann
gerði það með því að hafa með sér gulaldinsafa og
fá sér mikið af aldinum og öðrum matjurtum, er hann
kom við í Nýja Sjálandi á leið sinni til suðurpólsins.
Hann gætti þess að hafa mataræðið „heilnælnt“, að
menn hans hreyfðu sig, að þeir böðuðu sig og liefðu
nóg af hreinu lofti. Skyrbjúgurinn brauzt þó út og
Shackleton, er síðar varð frægur, varð örkumlamaður
af skyrbjúg á ferð sinni. Þeir drógu þá sjálfir sleða
6