Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 94
84
B Ú N A f) A R RI T
hollustu í öllum hennar fullkomnustu myndum.
Mennirnir lifÖu á mat hins sameinaða ríkis og ávöxt-
um og garðnytjum Nýja Sjálands að auki. Af því að
þeir höfðu svo mikið af því, sem þeir voru vanir, þá
átu þeir lítið af því, sem þeim hafði aldrei lærzt að
þykja gott, selum og mörgæsum.
Enn einu sinni lögðu þeir af stað í sleðaferð, eftir
að hafa lifað hollu lifi um veturinn. Niðurstaðan
hafði áður verið vonhrigði. Nú varð hún harmsaga.
Þó að skyrbjúgurinn hamlaði því ekki, að þeir næðu
suðurheimskautinu, tók hann að draga úr þeim þrótt-
inn á heimleiðinni og hríðversnaði svo, að þeir sökum
vaxandi veikleika gátu ekki náð síðustu hirgðastöð
sinni, þó að hún væri ekki nema tíu mílur burtu.
Þeir, sem ekki hafa tekið skyrhjúginn til greina,
hafa stundum haldið þvi fram, að hefði Scott komizt
til hirgðastöðvarinnar, þá hefði hann ef til vill getað
náð til aðalstöðvarinnar 150 mílur burtu. Þetta verður
meir en efasamt, ef þess er gætt, að hið vaxandi magn-
leysi, hæði andlegt og líkamlegt, hefði ekki batnað
jafnvel af stærslu máltíðum, ef þessar máltíðir voru
matur, sem ekki dugði gegn skyrhjúg.
Saga Scotls og félaga hans, sérstaklega siðustu
vikurnar, er meðal hins göfugasta á hvaða máli sem
er; með henni urðu þeir þjóðhetjur og heimshetjur.
En á máli landsmanna þeirra (þólt svo sé ekki á
mörgum öðrum Evrópumálum) er skyrhjúgur óhreint
orð. Þeim félögum Scotts, er eftir lifðu, og þeim
brezkum mönnum, er þekktu sannleikann, virtist
nauðsyn að sjá um, að þetta bannhelga orð næði elcki
að saurga frægðarverkið.
Það má vera, að rétt hafi verið í bili, að láta ekki
hugsunina uin sjúkdóm loða við hinn fagra hetju-
dauða Scotts; en naumast getur nokkur harmað það
— og vísindamenn verða að lofa það — að Edward
R. G. R. Evans, nú aðiníráll, er var næstur Scott að