Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 95
BUNAÐARRIT
85
völdum, skýrði eftir nokkurn tíma frá skyrbjúgnum
og þar með því, að hann hefði sjálfur verið veikur.
Það er lávíslegt að ámæla Scott, að minnsta kosti
nú, þegar tilfinningarnar hafa sefazt. Enginn er á-
mælisverður, því að þeir breyttu allir eftir þekkingu
síns tíma. Ef noklcur var ámælisverður, þá voru það
l'yrst og fremst þeir læknar, er gáfu ráð áður en leið-
angurinn lagði af stað; og í öðru lagi yfirlæknir far-
arinnar fremur en foringinn.
Það virðist skrítið nú, að samanburður á reynslu
Scotts og Shakletons gaf ekki læknunum fullan skiln-
ing á hinu sanna eðli skyrbjúgsins; en auðvitað skýr-
ist það að nokkru leyfi af því, að læknaþekkingunni
frá Scotts leiðangrinum var stungið undir stól. Þess
vegna beið það hlutverk minna ferða að sanna hag-
kvæmasta og eina einfalda ráðið til að lækna skyr-
bjúg i keimskautaferðum, og Russell Sage tilraun-
irnar voru gerðar til að vekja athygli lækna á því. Því
að hve góður sem gulaldinsafinn er, þá er erfitt að
hafa hann með sér, hann versnar, og hann getur tap-
azt í skipreika. Það, sem gera á, er að finna varnir
gegn skyrbjúg þar sem maður er, taka þær upp á
leiðinni.
Það bar við á þriðju l’erð minni, eins og skýrt er
greinilega frá í bók sem heitir The Friendly Arctic
(Hin vinalegu heimskautalönd), að þrír menn veikt-
ust af skyrbjúg, af því að þeir höfðu óhlýðnazt boði
foringjans og án þess að hann vissi lifað tvo eða þrjá
mánuði aðallega á Norðurálfumat, þegar gert var ráð
fyrir, að þeir lifðu aðallega á kjöti.
Það virðist taka einn til þrjá mánuði jafnvel fyrir
vondan kost að framleiða greinilegan skyrbjúg, en
næstu fáu vikurnar magnast hann óðum. Um mína
menn var það svo, að um þrem vikum eftir að þeir
kenndu sér meins (að því er þeir héldu síðar) og svo
sein tíu dögum eftir að þeir höfðu kvartað um það