Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 97
B U N A Ð A R H I T
87
Þeir báru engin merJti eí'tir skyrbjúginn nema að
tannholdið, sem hafði dregizt frá tönnunum, komst
aðeins að nokkru leyti í samt lag aftur.
Með því að bera siðar athuganir saman með Dr.
Alfred Hess, aðalsérfræðingi í New York um skyrbjúg,
komst eg að raun um, að það sem eg feltk þennan
árangur með mataræði, sem engin jurtaefni voru i,
þá fékk hann sama árangur á jafnlöngum tíma með
mataræði þar sem aðalstoðin var kramið, hrátt græn-
meti, ávextir og nýr aldinsafi.
Enginn efi er á því, eins og nákvæmar rannsóknir
liafa sýnt, að hærri hundraðshluti af C-fjörvi, varn-
arlyfinu gegn skyrbjúg, er í sumri jurtafæðu en í
nokkru kjöti. En hitt er jafnsatt, að mannlegur líkami
þarl' aðeins svo litla ögn af C-fjörvi, að hafi maður
dálítið af nýju kjöti í mat sínum dag hvern, og sjóði
það ekki of mikið, þá fæst úr þeirri uppsprettu einni
nóg C-fjörvi til að hindra skyrbjúg. Lifi maður á kjöti
einu, fær maður úr því nóg fjörvi, ekki aðeins til að
verjast skyrbjúg, eins og sagt var fáum blaðsíðum
framar, heldur og til að verjast öllum öðrum sjúk-
dómum, er stafa af skorti sérstakra efna.
Er vér nú ljúkum máli voru um fjörvi á langferð-
um, má taka það fram, að nýlega hefir orðið svo
mikil framför í aðferðum við að draga út C-fjörvi,
þétta það og geyma, að nú er hægt að hafa með sér
svo mikið, að það cndist árum saman, og svo gott, að
það skemmist ekki svo mikið að það verði gagns-
laust. En hvers vegna á að flytja kol til Newcastle?
Sértu í hitabeltinu, þá taktu ávexti eða éttu grænar
matjurtir; sértu á sjó, þá kastaðu út færi og veiddu
fisk; sértu í suðurheimskautslöndum, þá éttu seli og
mörgæsir; sértu í norðurvegi, þá veiddu hvítabirni
og seli, hreindýr og önnur veiðidýr, sem nóg er af.
Satt er það að vísu, að fari maður ferð inn í megin-
landið við suðurheimskautið eða inn í mitt Græn-