Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 99
BÚNAÐARRIT
8tl
heilbrigðustu munna væri að finna ineðal þeirra
manna, sem aldrei hefðu drukkið mjólk, síðan þeir
voru á brjósti, og aldrei á æfi sinni smakkað neitt af
hinum hlutunum, sem heilbrigðismálastjórinn í New
York taldi holla fyrir tennurnar. Þetta fólk, Eski-
móarnir, nota aldrei tannsápu, tannduft, tannbursta,
munnþvott eða kverkavatn. Þeir liafa aldrei fyrir því
að hreinsa tennur sínar eða munn. Þeir heimsækja
ekki tannlækninn sinn tvisvar á ári eða jafnvel einu
sinni á æfinni. Fæða þeirra er kjöt eitt. Menn taki
eftir því, að kjöt var ekki nefnt í auglýsingunni, sem
Dr. Wynne gaf út.
Betri tennur til jafnaðar en tennurnar í forsetum
stærstu tannsápufélaga vorra finnast í heiminum í
dag og hafa verið til á liðnum öldum meðal manna,
er brutu öll boðorð algengra tannduftsauglýsinga.
Þeir hafa ekki allir lifað á tómu kjöti, en eftir þvi
sem eg hefi enn komizt að raun um með víðtækum
bréfaviðskiptum við fróðustu menn, þá hafa heil
þjóðfélög aldrei á liðnum tímum verið laus við
tannskemmdir og eru ekki enn, nema þar sem menn
lifa annaðhvort eingöngu á kjöti eða mestmegnis.
Bellevue tilraunirnar okkar urpu Ijósi á tann-
skemmdir, en lykillinn að þessu efni er fremur fólg-
inn í mannfræðinni í víðustu merkingu. Eg skal nú
með dæmum og yfirliti skýra frá atriðum, sem mér
eru persónulega kunn af mannfræðirannsóknum.
Fyrsta verkefni mitt í mannfræði fékk eg frá Pea-
body safninu í Harvard háskóla og þegar þeir sendu
okkur John W. Hastings til Islands 1905. Við fund-
um á einum stað kirkjugarð frá miðöldum, sem sjór-
inn var að brjóta upp. Hauskúpur byltust í vatninu
um flóð; við söfnuðum þeim um fjöru og tíndum upp
tennur á stangli hér og þar. Þegar vindur og vatn
hreyfði sandinn fundum við fleiri og fleiri tennur,
unz komin var hnefafylli. Síðan fengum við leyfi til