Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 100
BUNAÐARRIT
90
að grafa upp garðinn, og við fluttum með okkur til
Harvard margvíslegt safn af beinum, þar á meðal 80
hauskúpur, og, eins og áður er sagt, fjölda af lausum
tönnum.
Safnið hefir verið rannsakað af tannlæknum og
mannlíkamsfræðingum, án þess að finna eina einustu
liolu í nokkurri tönn.
Hauskúpurnar í Hastings-Stefanssonsafninu eru af
mönnum af venjulegu íslenzku blóði. Á íslandi bjuggu
engir menn, er írar fundu það nokkru fyrir 800 e. Kr.
Þegar Norðmenn komu þangað 800, fundu þeir enga
menn, nema íra. Eftir ýmislegu mati er talið, að Is-
lendingar séu að uppruna 10%—30% írskir, 40%—
60% norskir og afgangurinn, ef til vill 10%, frá Skot-
landi, Englandi, Svíþjóð og Danmörku.
Engin af þeim þjóðum, sem íslendingar eru af
runriir, eru að eðlisfari ómóttækilegir l'yrir tann-
skemmdir og íslendingar á voruin dögum eru það
ekki heldur. Hvers vegna voru þá íslendingar á mið-
öldum það?
Ef hin ýmsu atriði eru greind í sundur, þá verður
það sæmilega ljóst, að mataræðið varðveitti tennurn-
ar í íslendinguin á miðöldunum. Aðalefnin voru
fiskur, sauðakjöt, mjólk og mjóllturafurðir. Það var
nokkuð af nautakjöti, og eitlhvað ofurlítið kann að
hafa verið af hrossakjöti, sérstaklega á elzta tíinabili
kirkjugarðsins. Lítið var flutt inn af kornvöru og
mun hafa verið notað fremur til ölgerðar en í graut.
Brauð var smávægilegt og svo var um allt annað úr
jurtarikinu, innlent eða innflutt.
Móðir mín, sem fædd var á norðurströnd íslands,
mundi frá miðri nítjándu öld þá tíma, er brauð var
enn jafnfátítt og styrjuhrogn í New York í dag — hún
bragðaði brauð aðeins þrisvar eða fjórum sinnum á
ári, og þá aðeins smástylcki, þegar hún l’ór í heimsókn
með móður sinni. Að svo miklu leyti sem brauð var