Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 101
B U N A Ð A R H IT
91
lil heima hjá henni, var það notað til að gera börn-
um gott, er þau komu. Mataræðið var enn aðallega
eins og á miðöldum, þó að grautarát væri að aukast.
Hún mundi ekki til, að liún hefði heyrt talað um tann-
verk, er hún var í barnæsku, en hún mundi frásagnir
um það að hann væri sjaldgæfur og slæmur, um það
leyti er hún lagði af stað til Ameríku 1876. Skömmu
eftir komu sina til Bandarikjanna (Wisconsin, Minne-
sota, Dakota) og Canada (Nova Scotia, Manitoba)
kynntust íslenzku innflytjendurnir rækilega hervirkj-
um tannátunnar. Þeir hafa að likindum haft eins
slæmar tennur og meðal-Ameríkuinaður löngu fyrir
1900.
Það er þá að minnsta kosti eitt dæmi Norður-
Evrópuþjóðar, sem (eftir Hastings-Stefanssonsafninu
og almannarómi að dæma) var nokkurn veginn alveg
laus við tannátu í þúsund ár, nokkurn veginn fram á
tíma borgarastríðsins i Ameríku. Fæðið var aðallega
úr dýraríkinu. Nú, þegar það er orðið hæði í Ameríku
og á íslandi nokkurn veginn hið sama og gerist til
jafnaðar í Bandaríkjunum eða Evrópu, er mikill
hundraðshluti íslenzkra tanna skemmdur.
Þegar eg var með Mackenziefljóts-Eskimóunum
1906, komst eg í kynni við aðra þjóð, er fyrrum var
laus við tannveiki. Sumir þeirra höfðu etið talsvert
af Norðurálfumat frá [iví 1889 og tannverkur og tann-
skemmdir kom fyrir, en aðeins i munni þeirra, er
sóttust eftir hinni nýju fæðu, er fékkst hjá hvalveiða-
mönnunum frá Ameríku. Mackenzie-menn voru sam-
mála um, að tannverkur og holur i tönnum hefði
verið óþekkt í æsku þeirra, er þá voru að verða mið-
aldra, en að margt fólk á öllum aldri væri enn laust
við það, og væru það þeir, sem aðallega eða eingöngu
héldu við Eskimóamataræðið. Þarna og víða annar-
staðar er fæðið einhverstaðar mílli 98% og 100% úr
dýraríkinu. Til eru héruð, eins og t. d. pártur af