Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 102
B Ú N AÐ ARRIT
92
Labrador og vestur- og suðvesturhlutinn af Alaska,
þar sem menn notuðu talsvert af innlendum mat-
urtum, jafnvel áður en Evrópumenn komu þangað.
Að líkindum hefir þó sá hlutinn, sem var úr jurta-
ríkinu, hvergi náð því að vera 5% af meðalársneyzlu
frumstæðra Eskimóa, reiknaðri í hitaeiningum, jafn-
vel i suðvesturhluta Alaska.
Dr. Aies Hrdlicka, forstöðumaður mannfræðideild-
arinnar í National Museuin i Washington, ritar mér,
að hann þekki ekkert dæmi þess, að tannskemindir
kæmu fram hjá Eskimóum nú á dögum eða fyrrum,
sem ekki höfðu orðið fyrir áhrifum af lifnaðarhátt-
um Evrópumanna. Dr. S. G. Ritchie við Dalhousie-
háskólann ritaði, er hann hafði rannsakað lieina-
grindasafnið, sem hr. Diamond Jenness safnaði á
þriðju norðurför minni: „í öllum tönnum, sem rann-
sakaðar hafa verið, er ekki minnsti vottur tann-
átu.“
Eg kom með um 100 hauskupur af Eskimóum, sem
dáið höfðu áður en Evrópumenn komu, handa Ame-
riska náttúrusögusafninu í New York. Margir fræði-
menn hafa rannsakað þær, en engin merki um tann-
skemmdir hafa enn fundizt.
Dr. M. A. Pleasure skoðaði á Ameríska náttúru-
sögusafninu 283 hausltúpur, sem sagðar eru vera af
Eskimóum áður en Evrópumenn komu. Hann fann
litla holu í einni tönn; en þegar nánar var að gáð,
kom það í ijós, að safnandinn, séra J. W. Chapman,
er nú býr i New York, hafði sent safninu þessa haus-
kúpu með þeim forinála, að hún væri af Athapasca-
Indíána, en ekki af Eskimóa.
Hér er því enn hreint fyrir dyrum. Ekkert merki
um tannskemmdir hefir enn fundizt hjá þeirri þjóð,
sem fremur öllum öðrum forðast þá fæðu, þær lífs-
reglur og venjur, sem taldar eru hollar fyrir tenn-
urnar af beilbrigðismálastjóranum i New York, tann-