Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 103
B Ú N A Ð A K R I T
u;?
læknum almennt, tannburstaæfingameisturutn skól-
anna og tannduftshöfundum.1)
IV.
Þegar eg tala á samkomum og í læknafélögum, þá
lala eg venjulega um hollustuhætti mannsins líkt og
hér aö framan, nema meira um einstök atriði. Ef
andmæli koma frá áheyröndum, þá eru þau oft á þá
leið, að frumstæðar þjóðir hafi hraustar tennur af því
að þær tyggi mkið og eti grófa fæðu. Kosturinn, sem
sú röksetnd hefir fyrir tannlækninn, sem þrátt fyrir
beztu viðleitni hefir ekki getað bjargað tönnum
manns, er augljós. Hún gefur honum afsökun. Af
þessari kenningu getur hann dregið þá ályktun, að
öll manns umhyggja, jafnvel þó að hún sé studd leikni
og þekkingu tannlæknisins, megni ekki að varðveita
tennur þeirrar kynslóðar, er lifir á mjúkum mat, sem
veitir tönnunum ekkert erfiði og tannlu ldinu ekkert
nudd.
En það er ömurlega erfitt að samþýða mannfræð-
ina þessari þægilegu afsökun tannlæknisins. Ein-
hverjar beztu tennur meðal þeirra manna, er lifa á
blönduðum kosti, eru tennur nokkurra Suðurhafs-
eyjaskeggja, er enn halda að miklu leyti við sitt
forna mataræði. Af líku eða betra ástandi tannanna
er sagt á Havaii-eyjum af þeim, er fyrst komu þangað.
En er unnt að hugsa sér óheppilegra dæmi fyrir þá,
sem halda fram tyggingunni og grófa matnum. Dýra-
fæða þessa fólks var aðallega fiskur, og fiskur er oft
mjúkur undir tönn, hvort sem hann er soðinn eða
hrár. Eitt helzta efnið úr jurtaríkinu var poi, eins-
konar súpa eða hlaup. Svo átu þeir „sætar kartöflur“.
1) Tannveiki er mjög tiö hjn Eskimóum, er lifa siðaðra
manna lifi og eta nú blandaðan mat.