Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 105
BÚNAÐARRIT
95
Þeir, sem halda fram tyggingarkenningunni, færa
lika fram þá vörn, að þótt Eskimóar tyggi ef til vill
ekki mat sinn svo mjög miltið, þá tyggi þeir skinn
allmikið. Þeir tyggja skinn miklu minna en ætla
mætti af því, sem sérstakur höfundur hefir sagt og
sýnt hefir verið á sumum kvikmyndum. En hvað
sem því líður, þá eru það aðallega konur, sem tyggja
skinnin, og það er ekki auðvelt að koma þeirri hug-
mynd heim við vísindalega hugsun nú á tímum, að
þegar konan tyggur, þá lialdi það við tönnunum í
hónda hennar.
Einu sinni, er eg talaði í læknahóp, mætti eg einni
röksemd enn. Er það ekki satt, að Eslcimóar beiti
tönnunum allmikið við vinnu sína? Bíta þeir ekki tré,
fílabein eða málm til að halda, draga út, snúa upp á
o. s. frv.? Hið hezta, sem mér kom í hug, var að játa,
að Eskimóar draga út nagla með tönnunum, og að
hæta því við, að það væri sennilegra, að þeir bitu í
nagla af því að þeir hefðu góðar tennur, en að þeir
hefðu góðar tennur vegna þess að þeir bitu í nagla.
Ýmsar ástæður eru til þess, að tennur margra Eski-
móa slitna fljótt. Þær koma venjulega saman á egg-
inni og það veldur sliti, þar sem tennur vorar ganga
oft á mis. Sumir Eskimóar vindþurka fisk eða kjöt,
sandur kemst í það og gerir það að nokkru leyti eins
og sandpappír. Bæði karlar og konur, og þó einkum
karlar, nota tennurnar til að híta í harða hluti. Bæði
kynin og þó einkum konur nota tennurnar til að
mýkja skinn. Tennur tæplega miðaldra manna geta
því verið slitnar inn að kjarna. Hvað þá verður, hefir
Dr. Ritchie (sem vér áður vitnuðum til) sagt með
tilliti til Eskimóanna við Krýningarflóa:
„Samtímis þessu geysilega sliti tannanna, hafa
tannkjarnarnir með greinileguin árangri tekið upp sitt
upphaflega starf. Nægilegt nýtt vandað tannefni hefir
myndazt, til að fylla upp kjarnahólf og stundum jafn-